Sextán dráttarvélar á torginu

Sextán dráttarvélar eru á Ráðhústorginu á Akureyri.
Sextán dráttarvélar eru á Ráðhústorginu á Akureyri. Skapti Hallgrímsson

Um 300 manns eru á Ráðhústorgi á Akureyri þar sem Fólkið í landinu skipuleggur mótmæli eins og undanfarna laugardaga. Sextán dráttarvélar fóru á undan kröfugöngu frá Samkomuhúsinu og út á torg - og er vélunum nú lagt á Ráðhústorgi á meðan fundurinn fer fram.

Ræðumenn á fundinum voru Guðbergur Egill Eyjólfsson, bóndi og nemi við Háskólann á Akureyri og Embla Eir Oddsdóttir, sem titluð er íslensk kona.

Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi og nemi í HA ávarpar fundinn …
Guðbergur Egill Eyjólfsson bóndi og nemi í HA ávarpar fundinn á Ráðhústorgi í dag. Skapti Hallgrímsson
Guðbergur Egill Eyjólfsson ávarpar fundinn á Akureyri.
Guðbergur Egill Eyjólfsson ávarpar fundinn á Akureyri. Skapti Hallgrímsson
Dráttarvélar fyrir framan hús Landsbankans við Ráðhústorg.
Dráttarvélar fyrir framan hús Landsbankans við Ráðhústorg. Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert