Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi

Frá mótmælum á laugardag
Frá mótmælum á laugardag mbl.is/Golli

Ekki er langt síðan Ísland hafði margt til þess að vera stolt af. Góðærið var slíkt að einhverjir héldu að bjartar sumarnætur myndu vara að eilífu. Viðskiptalífið blómstraði og Reykjavík var draumastaður ríkra ferðamanna, mataráhugamanna og þeirra sem unna menningu. Á þessum orðum hefst stór úttekt á Íslandi í breska dagblaðinu Independent í dag.

Fjallað er um í úttektinni um fegurð landsins, hátt menntunarstig þjóðarinnar sem vann hörðum höndum og hversu hátt Íslandi skoraði á mælikvörðum lífsgæða í alþjóðlegum samanburði.

Víkingarnir hafi lifnað við á ný með fjárfestingum í útlöndum, þar  á meðal Bretlandi. Merki þeirra sjáist víða í Bretlandi, svo sem í tískubransanum og knattspyrnu. Fáir hafi velt því fyrir sér að hlutirnir gætu snúist við enda hafi Íslendingar haft öðrum hnöppum að hneppa, svo sem með því að skreppa í kvöldverð til Spánar, opna klassahótel, fjárfesta í listum, hanna opinberar byggingar og kaupa lúxusbifreiðar eins og Range Rover og Audi Q7.

Í október hafi hins vegar þrír stærstu bankar landsins verið þjóðnýttir og gjaldþrota. Á einni nóttu hafi þeir Íslendingar, og þeir hafi verið margir, sem höfðu fjárfest í lúxusbifreiðum og heimilum með erlendum lánum, upplifað það að þeir gætu ekki lengur greitt fyrir munaðinn. Gengi krónunnar féll og margir þeirra sem nálguðust eftirlaunaaldur stóðu frammi fyrir því að lífeyrissparnaðurinn þeirra hvarf. En þeir Íslendingar sem fóru varlega með sparifé sitt urðu einnig fyrir barðinu á kreppunni. Matar- og eldsneytiskostnaður rauk upp úr öllu valdi og vextir eru nú tæplega 20%. 

Hegðuðum okkur eins og börn

„Tilfinningin er sú að við séum ófær um að sjá um okkar mál," segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur í samtali við Independent. „Við sáum um okkur sjálf í nokkur ár og við gengum of langt, of hratt, á of stuttum tíma. Við hegðuðum okkur eins og börn og það fyrsta sem við gerðum þegar hlutabréfamarkaður hófst hér fyrir tíu árum var að fara til Lundúna og kaupa leikfanga- og sælgætisbúðir. Nú erum við gjaldþrota og það verður enginn peningur til hér á næstu árum og við sitjum uppi með meiri skuldir heldur en við getum nokkurn tíma endurgreitt," bætir Hallgrímur við.

„Við erum eins og börn sem skilin eru eftir heima yfir helgi og við rústuðum heimilinu á meðan."

Í greininni er fjallað um mótmælin í síðustu viku og að Íslendingar hafi ekki upplifað mótmæli af þessu tagi frá því í mars 1949. Í greininni er rætt við Hörð Torfason, tónlistarmann og forsvarsmann Radda fólksins, sem lýsir samtali sem hann hafi átt við mann sem hafði misst allt sitt og fjölskylda hans einnig. „Hann bað mig um að aðstoða við að smíða gálga fyrir utan Alþingi," segir Hörður í samtali við Independent. „Ég spurði hann hvort þeir ættu að vera byggðir í táknrænum tilgangi. Nei var svarið. Fjölskyldumeðlimur minn vill hengja sig á almannafæri. Ég sagði honum að ég gæti ekki aðstoðað hann á þennan hátt," sagði Hörður. „En tveimur dögum síðar framdi hann sjálfsvíg."

Úttekt Independent í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig vind

Í gær, 23:14 Spáð er norðan- eða norðvestan strekkingi eða allhvössum vindi á Suðausturlandi síðdegis á morgun og fram undir hádegi á föstudaginn. Vindur geti náð meiru en 25 metrum á sekúndu í hviðum við fjöll sem sé varasamt fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Meira »

Heimir fer 10 km í hjólastól

Í gær, 23:13 Nokkrir öflugir Eyjamenn, þar á meðal Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, ætla að taka þátt í áheitasöfnun Gunnars Karls Haraldssonar sem heitir á Reykjadal annað árið í röð. Þeir munu allir taka þátt í 10 km hlaupinu í hjólastól. Gunnar Karl kíkti í Magasínið og fór yfir forsöguna. Meira »

Lokanir svo klára megi malbikun

Í gær, 22:27 Þar sem ekki tókst af óviðráðanlegum ástæðum að klára malbikun á Hellisheiði sem ljúka átti í gær er stefnt að því að ljúka verkinu í kvöld og nótt. Meira »

Katalóninn sem kom inn úr hitanum

Í gær, 22:14 Jordi Pujolà starfaði árum saman sem fasteignasali í heimaborg sinni Barcelona þegar hann fann hjá sér þörf fyrir að breyta til og helga sig ritstörfum. Frá því hann fluttist til Íslands fyrir fjórum árum ásamt fjölskyldu sinni hefur hann skrifað tvær skáldsögur á spænsku þar sem Ísland er í brennidepli og notar hvert tækifæri til að kynna landið fyrir löndum sínum, m.a. heldur hann úti bloggi til gagns og gamans fyrir spænskumælandi túrista á Íslandi. Meira »

Mögulegt að skanna genamengi fósturs

Í gær, 22:02 Hægt verður í náinni framtíð að skima fyrir ýmsum gengöllum í fóstrum og í raun skanna allt genamengi ófædds barns með einu blóðsýni úr verðandi móður þess. Þessi tækni er í raun til staðar nú þegar og er notuð í löndunum í kringum okkur, meðal annars til að skima fyrir Downs-heilkenni. Meira »

Krónprinsinn fékk fyrirlestur hjá Völku

Í gær, 21:54 „Fyrir okkur sem erum tiltölulega ný þjóð í fiskeldi þá er mikilvægt að kynna sér nýjustu stefnur og strauma í þessum geira,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegsráðherra sem var á fiskeldisráðstefnu í Noregi þegar blaðamaður náði af henni tali. Meira »

Óvenjulegir viðburðir Menningarnætur

Í gær, 21:14 Á Menningarnótt verða yfir 300 viðburðir í boði og sumir þeirra eru óvenjulegri en aðrir. Svo virðist sem að nóg sé í boði fyrir þá sem vilja fara ótroðnar slóðir og á viðburðasíðu Menningarnætur má finna ýmsa falda gersema. Til að mynda er boðið uppá sýningu ljótra gjafa, sögu skópara og „annars konar flugeldasýningu“. Meira »

Meira sig en gert var ráð fyrir

Í gær, 21:28 „Við erum þarna að lenda í ófyrirséðum hlutum sem við áttum ekki von á. Það er meira sig í lóðinni en við áttum von á sem gerir það að verkum að við höfum ekki getað farið með skóflur í hana í sumar. En áformin eru að öðru leyti óbreytt. Þetta hliðrast bara til í tíma. Meira »

Lífæðin í ljósmyndabók

Í gær, 21:00 „Höfn í Hornafirði er byggðarlag sem á mikið undir því að sjávarútvegurinn gangi vel. Greinin er að því leytinu til lífæð samfélagsins og af því sprettur nafn bókarinnar,“ segir Hjalti Þór Vignisson hjá Skinney-Þinganesi hf. Meira »

Hissa á viðbrögðum Landspítala

Í gær, 20:50 Þórdís Ingadóttir, lögfræðingur og formaður félags áhugafólks um Downs-heilkenni ræddi við Magasínið á K100 um mikilvægi umræðu um skimun eftir Downs-heilkenni þar sem hún gagnrýndi meðal annars viðbrögð Landspítala. Meira »

Afli strandveiðanna aldrei meiri

Í gær, 20:15 „Aflinn hefur aldrei verið meiri. Hann er núna 9.244 tonn og þar af er þorskur kominn í 8.800 tonn, sem er líka met, en þorskaflinn í fyrra endaði í 8.555 tonnum. Ég reikna með að hann fari alveg yfir 9.000 tonn núna.“ Meira »

Erum að festa hraðakstur í sessi

Í gær, 20:04 „Mér finnst þetta rosalega ljótt til að byrja með,“ segir Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, í samtali við mbl.is. Pawel er ekki hrifinn af vegg sem rís nú milli Miklubrautar og Klambratúns en framkvæmdir hafa staðið yfir á Miklubraut í sumar. Meira »

Fjölbreytt dagskrá Menningarnætur

Í gær, 19:50 Yfir 300 viðburðir verða í boði á Menningarnótt og verður yfir hundrað tónleikum slegið upp um miðborgina og þrír stórtónleikar. Tónlistar- og menningarhátíðin verður haldin í 22. skipti næstu Helgi í Reykjavík, þann 19. ágúst. Borgarstjóri setur hátíðina við Veröld-hús Vigdísar. Meira »

Sex fá 100 þúsund krónur

Í gær, 19:27 Fyrsti vinningur upp á tæpa tvo milljarða króna gekk ekki út í Víkinga-lottói kvöldsins og sama á við um annan vinning upp á tæpar eitt hundrað milljónir króna og þriðja vinning upp á rúmar 3,6 milljónir. Jókervinningurinn upp á tvær milljónir fór ekki heldur neitt. Meira »

Halldór gefur ekki kost á sér

Í gær, 18:35 Halldór Halldórsson hyggst ekki gefa kost á sér sem oddviti sjálfstæðismanna Reykjavík í borgarstjórnarkosningunum á næsta ári. Segist hann hafa metið stöðuna í sumarfríinu og tekið ákvörðun fyrir tíu dögum. Meira »

Enn í tjaldinu tveimur vikum síðar

Í gær, 19:33 Konan sem ákvað í byrjun ágúst að gista í tjaldi í Laugardalnum með syni sínum vegna húsnæðisskorts er enn í sama tjaldi, tveimur vikum síðar. Reykjavíkurborg hefur enn ekki tekist að leysa úr vanda hennar en það gæti þó gerst í lok þessarar viku. Meira »

Sjónvarpslaus júlí heyrir sögunni til

Í gær, 19:00 Nýlokinn júlímánuður var sá næststærsti í sögu Sjónvarps Símans frá upphafi og fjölgaði áskrifendum um helming frá sama mánuði í fyrra, auk þess sem áhorf jókst um 85%. Meira »

Bagalegt að biðlistar séu langir

Í gær, 18:26 Það er mjög bagalegt að langir biðlistar eftir afplánun í fangelsum landsins leiði til þess að dómar fyrnist. Þeir dómar sem fyrnast eru þó jafnan dómar fyrir smávægilegustu brotin enda er allt kapp og áhersla lögð á að þeir afpláni sem gerst hafa sekir um alvarlegustu brotin segir dómsmálaráðherra. Meira »
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Húsgagnaviðgerðir
Ég tek að mér viðgerðir á húsgögnum bæði gömlum og nýjum. Starfsemin fer fram í ...
Tölvuviðgerðir
UPPSETNING Á STÝRIKERFI Þjónustan felur í sér: Harður diskur er formataður...
Gisting við Gullna hringinn..
Studio herb. með sérbaði og eldunaraðstöðu, heitur pottur utandyra, 6 mínútur fr...
 
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Opið hús kl. 13-16. Félagssta...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...