Bjartar sumarnætur að baki á Íslandi

Frá mótmælum á laugardag
Frá mótmælum á laugardag mbl.is/Golli

Ekki er langt síðan Ísland hafði margt til þess að vera stolt af. Góðærið var slíkt að einhverjir héldu að bjartar sumarnætur myndu vara að eilífu. Viðskiptalífið blómstraði og Reykjavík var draumastaður ríkra ferðamanna, mataráhugamanna og þeirra sem unna menningu. Á þessum orðum hefst stór úttekt á Íslandi í breska dagblaðinu Independent í dag.

Fjallað er um í úttektinni um fegurð landsins, hátt menntunarstig þjóðarinnar sem vann hörðum höndum og hversu hátt Íslandi skoraði á mælikvörðum lífsgæða í alþjóðlegum samanburði.

Víkingarnir hafi lifnað við á ný með fjárfestingum í útlöndum, þar  á meðal Bretlandi. Merki þeirra sjáist víða í Bretlandi, svo sem í tískubransanum og knattspyrnu. Fáir hafi velt því fyrir sér að hlutirnir gætu snúist við enda hafi Íslendingar haft öðrum hnöppum að hneppa, svo sem með því að skreppa í kvöldverð til Spánar, opna klassahótel, fjárfesta í listum, hanna opinberar byggingar og kaupa lúxusbifreiðar eins og Range Rover og Audi Q7.

Í október hafi hins vegar þrír stærstu bankar landsins verið þjóðnýttir og gjaldþrota. Á einni nóttu hafi þeir Íslendingar, og þeir hafi verið margir, sem höfðu fjárfest í lúxusbifreiðum og heimilum með erlendum lánum, upplifað það að þeir gætu ekki lengur greitt fyrir munaðinn. Gengi krónunnar féll og margir þeirra sem nálguðust eftirlaunaaldur stóðu frammi fyrir því að lífeyrissparnaðurinn þeirra hvarf. En þeir Íslendingar sem fóru varlega með sparifé sitt urðu einnig fyrir barðinu á kreppunni. Matar- og eldsneytiskostnaður rauk upp úr öllu valdi og vextir eru nú tæplega 20%. 

Hegðuðum okkur eins og börn

„Tilfinningin er sú að við séum ófær um að sjá um okkar mál," segir Hallgrímur Helgason, rithöfundur í samtali við Independent. „Við sáum um okkur sjálf í nokkur ár og við gengum of langt, of hratt, á of stuttum tíma. Við hegðuðum okkur eins og börn og það fyrsta sem við gerðum þegar hlutabréfamarkaður hófst hér fyrir tíu árum var að fara til Lundúna og kaupa leikfanga- og sælgætisbúðir. Nú erum við gjaldþrota og það verður enginn peningur til hér á næstu árum og við sitjum uppi með meiri skuldir heldur en við getum nokkurn tíma endurgreitt," bætir Hallgrímur við.

„Við erum eins og börn sem skilin eru eftir heima yfir helgi og við rústuðum heimilinu á meðan."

Í greininni er fjallað um mótmælin í síðustu viku og að Íslendingar hafi ekki upplifað mótmæli af þessu tagi frá því í mars 1949. Í greininni er rætt við Hörð Torfason, tónlistarmann og forsvarsmann Radda fólksins, sem lýsir samtali sem hann hafi átt við mann sem hafði misst allt sitt og fjölskylda hans einnig. „Hann bað mig um að aðstoða við að smíða gálga fyrir utan Alþingi," segir Hörður í samtali við Independent. „Ég spurði hann hvort þeir ættu að vera byggðir í táknrænum tilgangi. Nei var svarið. Fjölskyldumeðlimur minn vill hengja sig á almannafæri. Ég sagði honum að ég gæti ekki aðstoðað hann á þennan hátt," sagði Hörður. „En tveimur dögum síðar framdi hann sjálfsvíg."

Úttekt Independent í heild
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Tilboð í eignir á Laugum of lágt

07:37 Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð. Meira »

Viðvörun áfram í gildi fram eftir degi

07:30 Búast má við norðvestanátt á austanverðu landinu í dag, 15-23 m/s og éljum. Með deginum á að draga úr vindi og úrkomu og á morgun er spáð hægviðri og léttskýjuðu veðri á Austurlandi. Frost víða 3 til 8 stig. Meira »

Fangageymslur lögreglu fullar

07:11 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu veitti ökumanni sem grunaður er um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og fíkniefna eftirför á fimmta tímanum í nótt. Sinnti ökumaðurinn ekki stöðvunarmerkjum og hófst því eftirför. 60 mál komu í heildina upp hjá embættinu og eru fangageymslur fullar eftir nóttina. Meira »

Kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

05:30 Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira »

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

05:30 Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira »

Valsmenn klofnir í herðar niður

05:30 Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira »

Netárásir eru vaxandi atvinnugrein

05:30 Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira »

Dregur úr skattbyrðinni

05:30 Hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi var 36,4% í fyrra, sem skilaði landinu í 15. sæti OECD-ríkja. Alls 35 ríki eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Meira »

Allt að 50 flóttamenn koma

05:30 Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira »

Vilja vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn

05:30 „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Annars vegar að skapa almennilegt búsetuúrræði fyrir erlenda starfsmenn og hins vegar að létta aðeins á þessum fasteignamarkaði,“ segir Eiríkur Ingvar Ingvarsson, framkvæmdastjóri Somos ehf. Meira »

Léku í auglýsingu Iceland-keðjunnar

05:30 Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í fyrsta skipti á stórmót greip breska verslunarkeðjan Iceland Foods tækifærið og fór í auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem landsliðsmennirnir komu við sögu. Meira »

Áfram stórhríð og vindur

Í gær, 22:44 Vakin er athygli á því að viðvaranir vegna stórhríðar og vinds eru í gildi fram á morgundaginn en hvassast er austast á landinu, þar sem appelsínugul viðvörun er í gildi. Meira »

„Öll vanskil þurrkuð upp“

Í gær, 21:54 Fráfarandi stjórn Pressunnar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem samskipti hennar við forsvarsmenn Fjárfestafélagsins Dalsins eru rakin. Í henni er vísað á bug þeim ávirðingum sem bornar voru á Björn Inga Hrafnsson og aðra fráfarandi úr stjórn Pressunnar. Meira »

„Fólk er bara heima að sötra kakó“

Í gær, 21:12 Þrátt fyrir að norðanáttin sé nú í hámarki er lítið um að vera hjá björgunarsveitum um land allt. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbjörg, segir að svo virðist sem fólk hafi farið að fyrirmælum um að halda sig heimavið. Meira »

Skoða frekari forðaöflun

Í gær, 20:22 „Við ætlum að mæla holuna betur og skoða hvernig við förum í frekari forðaöflun fyrir Rangárveitur,“ segir Ólöf Snæhólm hjá Veitum en í vikunni var hætt bor­un í landi Götu við Lauga­land til að afla heits vatns fyrir Rangárþing ytra og eystra og Ása­hrepp. Ekkert heitt vatn fannst í þessari borun. Meira »

Sex þýðendur tilnefndir

Í gær, 21:17 Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru opinberaðar nú síðdegis. Verðlaunin fyrir vandaða þýðingu á fagurbókmenntaverki hafa verið veitt árlega frá 2005 en til þeirra var stofnað til að vekja athygli á ómetanlegu framlagi þýðenda til íslenskra bókmennta.   Meira »

Vann 1,2 milljarða króna

Í gær, 20:59 Hepp­inn lottó­spil­ari er rúm­um 1,2 millj­örðum króna rík­ari eft­ir út­drátt­inn í Eurojackpot í kvöld en hann sit­ur einn að fyrsta vinn­ingi kvölds­ins. Vinn­ings­miðinn var keypt­ur í Dan­mörku. Meira »

Björn Ingi sakaður um hótanir

Í gær, 20:19 Nýkjörin stjórn Pressunnar segir í yfirlýsingu að grunur leiki á um að eftir sölu á helstu eignum fyrr í haust, hafi kröfuhöfum verið mismunað og að misfarið hafi verið með fjármuni félagsins. Við það hafi lög verið brotin. Björn Ingi Hrafnsson er í yfirlýsingunni borin þungum sökum. Meira »

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...
Samþykkt breyting á deiliskipulagi
Tilkynningar
Samþykkt breyting á deiliskipulagi Da...