Fundað um framhaldið

Mikil fundahöld hafa verið á Alþingi í dag.
Mikil fundahöld hafa verið á Alþingi í dag. mbl.is/RAX

Formenn flokkanna sem sæti eiga á Alþingi funda nú í þinghúsinu. Væntanlega er rætt um mögulega myndun þjóðstjórnar. Ásakanir ganga á víxl milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks um hvers vegna ríkisstjórnin féll.

Samfylkingunni þótti hlutirnir ganga of hægt fyrir sig og átelja Sjálfstæðisflokkinn fyrir að hafa ekki viljað taka því tilboði að Jóhanna Sigurðardóttir myndi leiða ríkisstjórnina. Sjálfstæðismenn kenna hins vegar sundurlyndi í Samfylkingunni um hvernig fór og segja að kröfu Samfylkingarinnar um að fá forsætisráðherrastólinn hafa verið fráleita.

Áður boðaður þingfundur hefst kl. 15. Þá mun Geir H. Haarde formlega tilkynna Alþingi að ríkisstjórnarsamstarfinu sé slitið og í framhaldinu fá fulltrúar allra flokka að taka til máls.

mbl.is/Ómar
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert