Kópavogsbúar orðnir 30 þúsund

Ómar Stefánsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, drengur Jóhannesson, Brynja Gísladóttir og …
Ómar Stefánsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, drengur Jóhannesson, Brynja Gísladóttir og Gunnar I. Birgisson.

Íbúar í Kópavogi urðu 30 þúsund þann 10. janúar síðastliðinn þegar Jóhannesi Kr. Kristjánssyni og Brynju Gísladóttur fæddist sonur.

Af þessu tilefni heimsóttu Gunnar I. Birgisson bæjarstjóri og Ómar Stefánsson, formaður bæjarráðs, fjölskylduna síðdegis í dag og afhentu sveininum skjal og smekk til vitnis um að hann sé 30. þúsundasti íbúinn í bænum.

Að auki gáfu þeir drengnum tannfé sem nemur 1 krónu á hvern íbúa. Foreldrunum var gefinn blómvöndur.

Á ljósmyndinni eru, frá vinstri, Ómar Stefánsson, Jóhannes Kr. Kristjánsson, drengur Jóhannesson, Brynja Gísladóttir og Gunnar I. Birgisson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert