Einar og Þorvaldur fengu bókmenntaverðlaunin

Þorvaldur Kristinsson og Einar Kárason með verðlaunin.
Þorvaldur Kristinsson og Einar Kárason með verðlaunin. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir Einar Kárason og Þorvaldur Kristinsson hlutu í dag Íslensku bókmenntaverðlaunin, Einar fyrir skáldsögu sína Ofsa, og Þorvaldur fyrir ævisögu Lárusar Pálssonar, leikara.

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin á Bessastöðum nú síðdegis.

Verðlaunin voru afhent í 20. sinn í dag. Fyrst voru þau afhent í ársbyrjun 1990 og þá var einn verðlaunahafi, Stefán Hörður Grímsson, ljóðskáld. Árið eftir var byrjað að veita verðlaun  fyrir fagurbókmenntir annars vegar og fræðirit hins vegar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert