Sigmundur Davíð: Viðræður taka tíma

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn eftir fundinn með Ingibjörgu …
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ræðir við fréttamenn eftir fundinn með Ingibjörgu Sólrúnu og Steingrími Jóhanni. mbl.is/Árni Sæberg

Það er ljóst að stjórnarmyndunarviðræður munu taka tíma og jafnvel einhverja daga, að því er fram kom í máli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, þegar hann kom út af fundi með formönnum Samfylkingar og VG.

Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, hefur einnig rætt við fulltrúa flokkanna tveggja. 

Sigmundur Davíð sagði ljóst að stjórnin kæmi til með að hafa takmarkað umboð og vinna eftir ákveðnum leið og því þyrfti að vera ljóst hvað það yrði. „Þetta var fyrsti fundur þar sem kynnt var hvert yrði stefnt,“ sagði Sigmundur Davíð og bætti við að sér sýndist sem að tekið yrði tillit til flestra þeirra atriða sem Framsókn leggur áherslu á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert