Hestar á lausagangi í borginni

Hestarnir á myndinni tengjast fréttinni ekki á neinn hátt.
Hestarnir á myndinni tengjast fréttinni ekki á neinn hátt. mbl.is/Frikki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tvö óvanaleg útköll í nótt. Útköllin voru keimlík en þó talin alveg óskyld. Kl. 3:30 var tilkynnt um hest á gangi við Fífuhvammsveg, undir brúnni við Reykjanesbraut, og rétt fyrir fimm var tilkynnt um annan á vappi á Selásbraut.

"Við þurftum að handtaka tvo hesta," sagði lögreglumaður á höfuðborgarsvæðinu hlæjandi í morgun, spurður um útköll næturinnar. Svo virðist sem hestarnir hafi sloppið úr hesthúsunum og þurfti að kalla til sérstakan vörslumann sem kom þeim í hesthús. Reynt verður að finna út í dag hvaðan hestarnir koma.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert