Mannhæðarhá björg hrundu úr Steinafjallinu í gær

Sigurjón Pálsson og Helgi Ingvarsson skoða klettinn sem féll úr …
Sigurjón Pálsson og Helgi Ingvarsson skoða klettinn sem féll úr Steinafjalli en hann stoppaði í vegkantinum á þjóðvegi eitt. mbl.is/Jónas í Fagradal

„Við  heyrðum bara mikinn dynk og svo sáum við þetta,“ segir Sigurjón Pálsson, bóndi á Steinum undir Eyjafjöllum, sem varð vitni að því þegar mannhæðarháir hnullungar hrundu niður Steinafjallshlíðina, rétt vestan við bæinn. Sumt af grjótinu rúllaði alla leið suður fyrir þjóðveg eitt og má teljast mildi að enginn bíll var á veginum þegar bergið losnaði.

Sigurjón veit ekki hvað orsakaði hrunið, hvorki frost né leysingar hafa verið á þessu svæði að undanförnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert