Stefán Jón biður um frekara leyfi

mbl.is/Jim Smart

Borgarráð vísaði í morgun til borgarstjórnar, ósk Stefáns Jóns Hafstein, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, um framlengingu leyfis frá störfum sem borgarfulltrúi.

Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi var í lok ársins 2006, ráðinn verkefnisstjóri Þróunarsamvinnustofnunar Íslands í Namibíu til tveggja ára. Hann óskaði fékk leyfi frá borgarstjórn í tvö ár en það leyfi rennur út 1. febrúar næstkomandi.

Samkvæmt bréfi sem Stefán Jón sendi borgarráði í síðustu viku er hann ekki á heimleið. Hann óskar nú eftir framlengdu leyfi frá störfum sem borgarfulltrúi frá 1. febrúar um ótiltekinn tíma.

Stefán Jón skipaði 3. sætið á lista Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum í maí 2006 en hann var fyrst kjörinn borgarfulltrúi fyrir Reykjavíkurlista árið 2002.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert