Útboð að hefjast á ný hjá Vegagerðinni

Þorvaldur Örn Kristmundsson

Nú hefur verið ákveðið að bjóða út að nýju verk hjá Vegagerðinni en útboð hafa legið niðri frá því í haust meðan unnið var að endurgerð fjárlaga vegna efnahaghrunsins. Um er að ræða verk sem voru á vegáætlun 2008 og hafa því þegar verðið samþykkt af Alþingi í gildandi samgönguáætlun. Þetta kemur fram á vef Samtaka iðnaðarins.

„Byrjað verður á þeim verkefnum sem voru komin á útboðsstig þegar fyrirmæli bárust um stöðvun útboða,“ segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri í Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar.  „Tilmæli eru um að horfa einkum til verkefna á suðvesturhorni landsins vegna atvinnuástandsins og ekki síst þeirra verka sem eru mannaflsfrek.“

„Verktakar hafa beðið lengi eftir hreyfingu á þessum markaði og  biðin hefur verið þeim erfið og löng," segir Árni Jóhannsson forstöðumaður Samtaka iðnaðarins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert