Baugur lokar skrifstofu á Íslandi

Baugur Group hefur sagt upp öllum 15 starfsmönnum sínum á íslandi og ætlar að loka skrifstofu sinni við Túngötu í Reykjavík. Þá verður starfsmönnum félagsins í Bretlandi fækkað um helming, úr 29 í 16.

Að sögn Gunnars Sigurðssonar, forstjóra Baugs, er verið að laga starfsemi Baugs Group að breyttum aðstæðum. Stærstur hluti eigna félagsins sé í Bretlandi en engar eignir á Íslandi. Baugur hafi tilkynnt sumarið 2008 að starfsemin yrði færð frá Íslandi. Baugur Group rekur verslanir í Bretlandi og Danmörku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert