Hálka á flestum leiðum á Suðurlandi

Á Suðurlandi eru hálkublettir á Sandskeiði og undir Ingólfsfjalli, hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á flestum leiðum á Suðurlandi, þó er þæfingur á nokkrum útvegum. Þungfært er á Ísólfsskálavegi og Bláfjallavegi sunnan Bláfjalla.

Að sögn Vegagerðarinnar eru frekar góðar aðstæður til aksturs um allt land, hálka eða hálkublettir, stillt veður og frost.


Vegna brúarframkvæmda á Laxá við Búðardal verður umferð beint um hjáleið og bráðabirgðabrú meðan á framkvæmdum stendur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert