Í tóbaksfylltu herbergi

Neftóbak
Neftóbak mbl.is/RAX

„Það verður að hafa góða loftþéttingu,“ segir Ásgrímur Stefánsson, en hann er framleiðslustjóri einu tóbaksverksmiðju landsins. Hann mælir svo um framleiðslu neftóbaks, um hana gildi sömu lögmál og um verkun súrheys.

Þessi eina tóbaksverksmiðja á Íslandi er rekin í tveimur herbergjum í lágreistri byggingu á lóð Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins við Stuðlaháls í Reykjavík. Þar er neftóbak unnið eftir gamalli uppskrift.

Uppskrift og verkunaraðferð neftóbaksins hefur haldist nær óbreytt frá því framleiðslan hófst hér á landi. Hráefnið kemur til landsins malað í 200 kílóa kössum frá tóbaksfyrirtæki í Svíþjóð. Hrátóbakið er blandað með vatni, pottösku og salti í ákveðnum hlutföllum í gamalli hrærivél og eftir góða hræringu er blandan sett í eikartunnu. Lokað er vel yfir með plasti og síðan er eikarlokið spennt á áður en tunnurnar eru færðar til geymslu á lagernum.

Þar standa númeraðar tunnurnar í röðum í allt að átta mánuði á meðan þess er beðið að tóbakið verkist.

Frá einu tóbaksframleiðslu landsins
Frá einu tóbaksframleiðslu landsins mbl.is/Rax
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert