Skipt um ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneyti

Ragnhildur Arnljótsdóttir.
Ragnhildur Arnljótsdóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, hefur sett Ragnhildi Arnljótsdóttur í embætti ráðuneytisstjóra í forsætisráðuneytinu til 30. apríl. Bolli Þór Bollason hefur fengið leyfi frá störfum ráðuneytisstjóra á sama tímabili og mun sinna sérverkefnum.

Ragnhildur er fædd 20. júní árið 1961. Hún útskrifaðist sem lögfræðingur frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1991. Ragnhildur hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í félags- og tryggingamálaráðuneytinu frá árinu 2004. Hún starfaði áður í nefndadeild Alþingis og í heilbrigðisráðuneytinu og var fulltrúi félagsmálaráðuneytisins og heilbrigðisráðuneytisins í sendiráði Íslands í Brussel.

Ragnhildur er gift Ástvaldi Jóhannssyni og eiga þau þrjú börn, Arnljót, Jóhann Pál og Ásthildi Emmu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert