Hestarnir gáfust fljótt upp

Fjölnir Þorgeirsson vann þrekvirki við björgunarstörf í Tjörninni í dag ...
Fjölnir Þorgeirsson vann þrekvirki við björgunarstörf í Tjörninni í dag að mati viðstaddra. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Ég sagði þeim að taka einn hest í einu, en allir voru að tosa í beislin á hestunum sínum. Það var mitt mottó: Einn í einu,“ sagði Fjölnir Þorgeirsson, sem sýndi ótrúlegt snarræði og dugnað að mati viðstaddra við að bjarga tíu hestum sem lentu niður um ís á Tjörninni í dag. Fjölnir var að taka myndir fyrir Hestafréttir þegar ísinn brast.

„Ég sá að það var svo mikið fár á öllum og enginn að hugsa rökrétt. Það þurfti bara að taka aðeins stjórnina. Ég dreif mig í að hjálpa til,“ sagði Fjölnir. Hann tók af sér myndavélina og steypti sér út í ískalt vatnið.

„Ég lét þá stíga á lærið á mér og ýtti á lendina á þeim. Svo tosuðu aðrir í hrossin og þau hjálpuðu til. Maður lætur hófinn alveg að lærinu og þá fá þau viðspyrnu. Þegar þeir byrjuðu að spyrna sökk maður alveg upp að hálsi,“ sagði Fjölnir. Hann sagði að hestarnir hafi þurfti mikillar hvatningar við til þess að þeir reyndu að bjarga sér. Fjölnir sagði að hestar gefist fljótt upp við aðstæður við þessar. Eins áttu þeir bágt með að ná viðspyrnu í leirbotni Tjarnarinnar.

„Lífsviljinn hverfur hjá hestunum á einni til tveimur mínútum. Við vorum þarna ofan í í allavega tuttugu mínútur.“Fjölnir sagði að honum hafi vissulega verið kalt, en hann hafi ekkert spáð í það. „Aðalatriðið var að koma hestunum uppúr.“

Þarna voru margir landsþekktir gæðingar. „Fyrsti hesturinn sem ég tók eftir var Röðull frá Kálfholti. Eigandi hans, Ísleifur Jónsson, vann Landsmótið bæði í fyrra og hitteðfyrra. Hann horfði í augun á hestinum og var að tala við hann. Þá sagði kærastan mín: Þú verður að gera eitthvað í þessu.

Það voru allir orðnir dofnir. En fólkið þarna hjálpaðist að.  Ég sagði þeim að taka einn hest í einu, en allir voru að tosa í beislin á hestunum sínum. Það var mitt mottó: Einn í einu!“

Hestarnir voru kaldir og hraktir eftir baðið. Farið var með þá í heitt bað og þeir síðan þurrkaðir við hitablásara og settar á þá ábreiður. Fjölnir sagði að þeir hafi verið nokkuð skelkaðir, eins og við var að búast. Einn klárinn gafst alveg upp og var búinn að setja granirnar ofan í vatnið. Alveg uppgefinn.

Fjölnir fékk að fara í heita sturtu í Ráðhúsi Reykjavíkur og fékk þar lánað handklæði til að þurrka sér. Það var ekki þurr þráður á honum en kærastan hans var með kuldagalla sem hann gat farið í. 

Hestamenn sýndu mikla hreysti við björgun hestanna úr vökinni.
Hestamenn sýndu mikla hreysti við björgun hestanna úr vökinni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson
mbl.is

Innlent »

Hlýnar í veðri

Í gær, 23:01 Eftir nokkra jökulkalda daga á landinu er nú von á að það taki að hlýna í veðri.   Meira »

„Crossfit bjargaði lífi mínu“

Í gær, 21:06 Fjórir dagar eru í settan dag hjá dr. Önnu Huldu Ólafsdóttur, lektor við verkfræðideild HÍ, og afrekskonu í crossfit. Það stoppar hana hins vegar ekki í því að gera upphífingar, ketilbjöllusveiflur og hnébeygjur með lóðum. Hún hefur deilt myndböndum af æfingunum og fengið góð viðbrögð, langoftast. Meira »

„Þarna er ég að skjóta Rússa“

Í gær, 19:48 „Þarna er ég að skjóta Rússa, þetta voru stríðsárin,“ segir Þórarinn „Póri“ Jónasson um teikningu sem prýðir forsíðu bókarinnar: Póri skoðar heiminn sem Jónas Sveinsson faðir hans skrifaði um miðja síðustu öld. Handritið fannst fyrir um 20 árum og er nú orðið að bók. Meira »

Tafðist í fjóra tíma í Frankfurt

Í gær, 19:08 Þrjár flugvélar Icelandair hafa tekið á loft eftir að hafa setið fastar á flugvöllum í Evrópu vegna ísingar. Á flugvellinum í Frankfurt voru miklar tafir og sat flugvél Icelandair föst í fjóra tíma. Meira »

NASA gerði undanþágu vegna Öræfajökuls

Í gær, 19:04 Sigketillinn í Öræfajökli hefur víkkað og sprungumynstrið er orðið greinilegra eins og sjá má á nýjum gervitunglamyndum af jöklinum. NASA hefur gert sérstaka undanþágu og myndað jökulinn utan úr geimnum við aðstæður sem yfirleitt er ekki myndað í. Meira »

Ætlaði að hjálpa en var stunginn

Í gær, 18:56 Klevis Sula, sem lést af áverkum sem hann hlaut í hnífstunguárás á Austurvelli, hafði ætlað að rétta árásarmanninum hjálparhönd. Sá hafi hins vegar ráðist á Kelvis að tilefnislausu. Meira »

Leiðir til að lyfta fólki upp úr fátækt

Í gær, 18:04 „Það er afar brýnt að bæta kjör og auka lífsgæði okkar fólks. Skerðingar, krónu á móti krónu, verður að afnema strax og það er margt fleira sem við leggjum áherslu á að verði að veruleika í fjárlagavinnu Alþingis,“ segir formaður Öryrkjabandalagsins. Meira »

„Höfum öll okkar hlutverki að gegna“

Í gær, 18:11 „Við vorum fulltrúar þeirra þúsunda sem hafa tjáð sig og það er heiður að hafa fengið að standa á sviðinu með þessum konum,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Meira »

Hlegið og grátið í Borgarleikhúsinu

Í gær, 17:33 Halldóra Geirharðsdóttir endaði upplestur sinn á frásögn konu sem var áreitt af samstarfsmanni nú um helgina á viðburði fyrirtækisins. Frásagnir kvenna af áreitni, misrétti og ofbeldi voru lesnar upp í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Slógust fyrir utan búð

Í gær, 17:26 Rétt fyrir klukkan 13 í dag var lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynnt um slagsmál á milli tveggja karlmanna fyrir utan matvöruverslun í Kópavogi. Meira »

Ungmenni á ótraustum ís

Í gær, 17:22 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst um klukkan 14 í dag tilkynning um að nokkur ungmenni væru komin út á íshellu sem lá yfir hluta Lækjarins í Hafnarfirði. Meira »

Hundi bjargað úr reykfylltri íbúð

Í gær, 16:44 Rúmlega fjögur í dag var slökkviliðið á Ísafirði kallað út vegna reyks sem lagði frá húsi á Hlíðarvegi. Í ljós kom að pottur hafði gleymst á eldavél. Meira »

Fjölmenni í Borgarleikhúsinu

Í gær, 16:03 Fjöldi fólks er mættur í Borgarleikhúsið til þess að hlýða á konur úr mismunandi starfsstéttum samfélagsins lesa upp frá konum frásagnir sem litið hafa dagsins ljós í #metoo-byltingunni hér á landi að undanförnu. Meira »

Eldur kom upp í bifreið

Í gær, 14:41 Eldur kom upp í kyrrstæðri bifreið við Kolaportið í Reykjavík um klukkan ellefu í morgun samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Meira »

Ósannað hverjir voru að verki

Í gær, 13:42 Rannsókn á skemmdarverkum á heimili Rannveigar Rist fyrir um áratug var hætt þar sem ekki tókst að sýna fram á með óyggjandi hætti að þeir sem grunaðir voru um verknaðinn og yfirheyrðir vegna hans hafi verið að verki. Meira »

Býst við magnaðri heilun

Í gær, 15:29 „Það er eitthvað magnað við að heyra sögur upphátt, vera á staðnum og eiga samveru um þetta. Við trúum á einhverja mögnun eða einhvers konar heilun við það,“ segir Halldóra Geirharðsdóttir, leikkona og ein af skipuleggjendum #metoo viðburðarins í Borgarleikhúsinu í dag. Meira »

Varað við því að flætt gæti yfir veginn

Í gær, 14:25 Krapastífla er við brúna á Jökulsá á Fjöllum á þjóðvegi 1 samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Vegfarendur eru beðnir að aka varlega þar sem flætt gæti yfir veginn. Meira »

Eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot

Í gær, 13:25 „Mér líður stundum eins og ég sé að fremja hjúskaparbrot, þegar ég hoppa úr einu verkefni yfir í annað. Ætli ég sé ekki með átta eða níu ólík verkefni í gangi núna." Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909.
Kaupi notaðar hljómplötur. Sími 696 1909....
VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Hermannaskyrta
Hermannaskyrta til sölu. Upplýsingar í síma: 8935005...
 
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Leiðsögumaður
Ferðaþjónusta
Leiðsögumaður óskast Glacier Adventure...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristni- boðssalnum. K...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og j...