Auglýsi stöðuna sem fyrst

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra. mbl.is/Ómar

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mun óska eftir því við bankaráð Landsbankans að ekki verði beðið fram á haust með auglýsa og ráða nýjan bankastjóra. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði við Mbl sjónvarp í dag  að hún sé óánægð með þessa ráðningu, sem var gerð í gær án auglýsingar, þrátt fyrir að vilji ríkisstjórnarinnar hafi verið sá að starfið yrði auglýst. Ásmundur Stefánsson var ráðinn bankastjóri, en hann var fyrir formaður bankaráðs.

Steingrímur kveðst óhress með að bankaráð ætli að geyma ráðningu nýs bankastjóra fram á haust og mun biðja ráðið að auglýsa eftir nýjum bankastjóra sem fyrst. Steingrímur segist óhress með hversu langan tími eigi að líða þar til nýr bankastjóri verður ráðinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert