50 ár í kaupfélaginu

„Nú er meiningin að reyna að hætta,“ segir Gunnsteinn Gíslason sem hinn 30. apríl næstkomandi hættir störfum sem útibússtjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Norðurfirði ásamt eiginkonu sinni, Margréti Jónsdóttur.

Gunnsteinn, sem er 76 ára, hefur verið við verslunarstörf í tæp 50 ár eða frá 1960. Áður hafði hann verið barnakennari í sveitarfélaginu í fimm ár. „Það vantaði mann í kaupfélagið og ég sló til.“

Fyrst var Gunnsteinn kaupfélagsstjóri Kaupfélags Strandamanna þar til það varð gjaldþrota 1993 en síðan hefur hann verið við útibú Kaupfélags Steingrímsfjarðar.

Margrét hefur einnig verið við störf í kaupfélaginu. „Hún kom nú ekki mikið að þessu framan af. Við þurftum að ala upp börnin og svona og hún sá um það. En svo þegar þau fóru að verða fullorðin kom hún að þessu líka.“

Kaupfélagið er eina verslunin í Árneshreppi. Næsta verslun er í Hólmavík og þangað eru 100 km, að því er Gunnsteinn greinir frá.

Viðskiptavinirnir eru 40 til 50 yfir veturinn. „En svo er sumarverslunin dálítið lífleg. Ferðamenn fara hér um og svo fjölgar í sveitinni því að fólk á hér sumarhús,“ segir Gunnsteinn sem undanfarin ár hefur aðallega selt matvöru. Vöruúrvalið var breiðara áður og þá fékkst allt frá haframjöli til byggingarefnis.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert