Bíða með að ræsa út flotann

Árni Friðriksson var sakmmt frá Lundey NS við Ingólfshöfða þegar …
Árni Friðriksson var sakmmt frá Lundey NS við Ingólfshöfða þegar loðnutorfan fannst í morgun. mbl.is/Þorkell

„Á grundvelli þeirra mælinga sem fyrir liggja frá hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni RE í morgun þótti ekki ástæða til að mæla með opnun veiða. Magnið reyndist ekki nægjanlegt,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunarinnar.

Áhöfnin á Lundey NS sigldi í morgun fram á gríðarstóra loðnutorfu suður af Ingólfshöfða. Torfan var 14 mílna löng, um 600 til 1000 metra breið og þykkt hennar var um 10 til 30 faðmar. Árni Friðriksson var aðeins vestar og náði sömuleiðis að mæla loðnutorfuna.

Lárus Grímsson, skipstjóri á Lundey sagðist í samtali við vefsíðu HB Granda vera hissa á því að ekki skuli hafa verið gefinn út loðnukvóti um leið og vart varð við torfuna.

Forstjóri Hafró segir að magnið hafi ekki þótt nægjanlegt til að ræsa út flotann. Hins vegar fái áhöfnin á Árna Friðrikssyni gögnin úr Lundey til að rýna betur í þau og niðurstaða ætti að liggja fyrir á næstu dögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert