Skoða breytingar í bankaráðum

Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi.
Jóhanna Sigurðardóttir á Alþingi. mbl.is/Kristinn

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir vel koma til greina að endurskoða hverjir eigi að sitja í bankaráðum viðskiptabankanna þriggja. Þetta kom fram í svari hennar við fyrirspurn þingmannsins Geirs H. Haarde á Alþingi í dag. Jóhanna sagði alls ekki óeðlilegt að skoða hvort bankaráðunum verði breytt, samhliða því að ný ríkisstjórn hefur tekið við valdataumunum.

Geir spurði hvort bola ætti út því fólki sem á sæti í bankaráðunum, líkt og gert hafi verið við tvo ráðuneytisstjóra, stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna og reynt að gera við bankastjórn Seðlabanka Íslands.

Jóhanna kvað að sér líkaði ekki þetta orðalag, að hreinsa út eða bola út, heldur væri það eðlileg stjórnsýsla að stöður eins og bankastjórastöður og Seðlabankastjórastöður væru auglýstar. Engin ákvörðun hafi hins vegar verið tekin um endurskipun í  bankaráðin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert