Forseti Íslands sendir yfirlýsingu til þýskra fjölmiðla

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Reuters

Skrifstofa forseta Íslands hefur sent þýskum fjölmiðlum yfirlýsingu á ensku þar sem fram kemur að viðtalið sem birtist við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, í Financial Times Deutschland hafi verið villandi.

Þar kemur m.a. fram að Íslendingar standi og hafi jafnan staðið við alþjóðlegar skuldbindingar sínar.

Fólk verði hins vegar að gera sér grein fyrir því að aðstæður þjóðarinnar og almennings á Íslandi séu mjög erfiðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert