Olíuhreinsistöð í bið

Frá Arnarfirði í Vestur Barðastrandasýslu
Frá Arnarfirði í Vestur Barðastrandasýslu mbl.is/Ómar

Áform um olíuhreinsistöð í Arnarfirði eru í biðstöðu í augnablikinu vegna óvissu sem skapast hefur vegna heimskreppunnar, að sögn Ragnars Jörundssonar, bæjarstjóra Vesturbyggðar.

Eins og fram hefur komið í fréttum standa rússnesk stórfyrirtæki að baki framkvæmdinni og hefur fyrirtækið Íslenskur hátækniiðnaður komið fram fyrir þeirra hönd á Íslandi. Ragnar segir að Vesturbyggð sé í góðu sambandi við Íslenskan hátækniiðnað. Það sé langt í frá að búið sé að slá áformin út af borðinu. Menn vilji sjá hvernig heimskreppan þróist áður en næstu skref verði stigin. Það sé skiljanlegt, því um sé að ræða framkvæmd sem kosta mun fjóra milljarða dollara, eða rúmlega 400 milljarða íslenskra króna. Þá hafi það vissulega haft áhrif hve olíuverð hefur lækkað mikið á síðustu mánuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert