Ráðherra vill formennina áfram

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundi …
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, og Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, á blaðamannafundi í dag. mbl.is/Kristinn

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við Val Valsson og Magnús Gunnarsson, formenn bankaráða Nýja Glitnis og Nýja Kaupþings að þeir endurskoði ákvörðun sína um afsögn.

„Formenn bankastjórna Nýja Glitnis, Magnús Gunnarsson, og Nýja Kaupþings, Valur Valsson, hafa í dag óskað eftir að verða leystir frá störfum í stjórnum bankanna. Fjármálaráðherra hefur óskað eftir því við þá að þeir endurskoði þessar ákvarðanir sínar og gegni störfum þessum áfram a.m.k. fram að aðalfundum bankanna í apríl n.k.,“ segir í tilkynningunni frá fjármálaráðuneytinu.

Valur Valsson, formaður bankaráðs Nýja Glitnis segir í samtali við mbl.is, að fjármálaráðherra hafi rætt við sig í dag og tilkynnt sér að hann hafi sent honum bréf vegna ákvörðunar Vals um að segja af sér formennsku í bankaráðinu. Valur segir að hann og Magnús Gunnarsson, formaður bankaráðs Nýja Kaupþings, muni svara erindi ráðherrans formlega á morgun.

„Afstaða okkar kemur fram í bréfinu sem við sendum honum í morgun.“ Aðspurður hvort hún sé sú sama þrátt fyrir að ráðherrann hafi óskað eftir því að þeir sætu áfram í bankaráðunum segir Valur: „Við munum taka það bréf til skoðunar í kvöld, en þetta er það sem við sögðum í bréfinu í dag.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert