Íslensk framtíðarborg í Washington

Vetnibörg gengur fyrir vetni og jarðhita.
Vetnibörg gengur fyrir vetni og jarðhita. mbl.is/RAX

Ísland er fyrirmynd nokkurra nemenda við Kutztown Area Middle School, sem er í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum, sem taka nú þátt í hönnunarsamkeppni. Keppnin gengur út á að hanna borg framtíðarinnar. Nemendurnir hafa búið til borgina Vetnibörg, sem á að vera á suðvesturhluta Íslands árið 2203.

Vetni og jarðhiti eru orkugjafar borgarbúa. Þá er borgin jafnframt búin að jafna sig á kreppunni fyrir langa löngu. Þetta kemur fram á fréttavefnum IceNews.

Nemendurnir unnu héraðskeppnina og halda nú til Washington þar sem landskeppni fer fram dagana 14.-19. febrúar nk. Keppnin kallast National Engineer’s Week Future City.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert