Kærleiksganga í miðborginni

Kærleiksgangan var gengin umhverfis Reykjavíkurtjörn.
Kærleiksgangan var gengin umhverfis Reykjavíkurtjörn. mbl.is/hag

Kærleiksganga var gengin um miðborg Reykjavíkur í kvöld í kjölfar samkomu á Austurvelli sem haldin var til að skapa jákvæða stemningu og jarðveg fyrir bjartsýni og von. Meðal þeirra sem tóku þátt í göngunni voru biskup Íslands og allsherjargoði ásatrúarmanna en Bergljót Arnalds stýrði athöfninni.

Gengið var með kyndla í kringum Tjörnina við undirleik hljóðfæraleikara. Þá sameinuðust kórar Reykjavíkur við Reykjavíkurtjörn og tóku lagið undir stjórn Harðar Áskelssonar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert