Él fyrir norðan í kvöld - vond spá fyrir morgundaginn

Lítilsháttar éljagangur er á Norðurlandi og víðast hvar hálka. Snjókoma er á Norðausturlandi skv. upplýsingum frá Vegagerðinni. Veðurstofan varar við stormi víða um land á morgun.

Á Suðurlandi eru hálkublettir á nokkrum leiðum í innsveitum en aðalleiðir eru auðar.

Á Vesturlandi er víða snjóþekja, hálka og hálkublettir.

Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir. Skafrenningur er á Klettshálsi og á Steingrímsfjarðarheiði.

Á Norðurlandi er víðast hvar hálka og lítilsháttar éljagangur.

Á Norðausturlandi er snjókoma, snjóþekja, hálka og skafrenningur er með ströndinni.

Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á fjallvegum en að mestu autt á láglendi. Eins eru vegir auðir á Suðausturlandi.

Búist er við stormi víða um land á morgun.

Spá Veðurstofunnar er svona: Suðvestan og síðan sunnan 5-13 metrar á sekúndu, rigning eða súld öðru hverju og hiti 2 til 8 stig, en norðaustan 5-13 norðantil á landinu, slydda eða snjókoma og hiti nálægt frostmarki fram á nótt. Snýst í vestan 15-23 með éljum og kólnandi veðri á vestanverðu landinu nálægt hádegi, en víða austantil á landinu seinni partinn. Lægir vestanlands annað kvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert