Lífeyrisréttindi óbreytt

Eignir Lífeyrissjóðs verslunarmanna voru um áramót 7,2% minni en lífeyrisskuldbindingar, samkvæmt tryggingafræðilegri athugun. Það er innan þeirra 10% vikmarka sem lög heimila. Því munu lífeyrisgreiðslur og réttindi haldast óbreyttar frá áramótum. Hins vegar er vissa um þróunina.

Lífeyrissjóður verslunarmanna birtir í auglýsingu í Morgunblaðinu í dag upplýsingar um starfsemi sjóðsins á síðasta ári. Lífeyrissjóðirnir töpuðu miklum fjármunum við fall viðskiptabankanna og verðfall á öðrum eignum. Fram kemur að þrátt fyrir það hafi sjóðurinn náð að verja meginhluta af eignasafni sínu. Þannig námu eignir 249 milljörðum í lok árs 2008 í stað 269 milljarða ári fyrr.

Lífeyrissjóður verslunarmanna stóð vel fyrir kreppuna og hefur hækkað lífeyrisréttindi sjóðfélaga um rúm 21% umfram verðlagsbreytingar frá 1997. Fram kemur í upplýsingum frá sjóðnum að þróun lífeyrisgreiðslna muni ráðast af ástandinu á fjármálamörkuðum og áhrifum þess á eignir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert