Nýskráningar ökutækja ekki færri í 24 ár

mbl.is

Alls voru 509 ökutæki nýskráð hér á landi fyrsta 51 dag ársins. Á sama tímabili í fyrra voru 3.885 ökutæki nýskráð hér á landi. Þetta er 86,9% fækkun nýskráninga milli ára. Ekki eru til dæmi um jafn fáar skráningar hér á landi, að minnsta kosti undanfarin 24 ár, samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu.

Tekið skal fram að erfitt reynist að gera samanburð lengra aftur í tímann þar sem að miðlægur gagnagrunnur nýskráninga var ekki tekinn í gagnið fyrr en árið 1985. Frá 1. janúar 2009 til 20. febrúar 2009 eru skráð eigendaskipti ökutækja 9.864 en þau voru 13.381 eftir jafn marga skráningardaga á síðasta ári. Hlutfallsleg lækkun eigendaskipta nemur því 26,3% milli ára.

Sjá nánar

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert