Svavar stýrir Icesave nefnd

Retuers

Svavar Gestson, sendiherra, stýrir samninganefnd vegna viðræðna um Icesave skuldbindingar en skipun nýrrar samninganefndar var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jón Sigurðsson, fyrrverandi stjórnarformaður Fjármálaeftirlitsins stýrir samninganefnd vegna lánafyrirgreiðslu frá erlendum ríkjum.Auk Svavars sitja í Icesave-nefndinni þeir Páll Þórhallsson, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, Indriði H. Þorláksson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, Áslaug Árnadóttir, skrifstofustjóri í viðskiptaráðuneytinu, Martin Eyjólfsson, deildarstjóri í utanríkisráðuneytinu og Sturla Pálsson, framkvæmdastjóri frá Seðlabankanum.

Auk Jóns sitja þeir Björn Rúnar Guðmundsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, Sturla Pálsson og Martin Eyjólfsson í samninganefndinni vegna lánafyrirgreiðslu frá Norðurlöndunum, Póllandi og  Rússlandi.

Svavar Gestsson
Svavar Gestsson Kristinn Ingvarsson
Jón Sigurðsson
Jón Sigurðsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert