Eignir auðmanna verði kyrrsettar

Talsmenn Radda fólksins áttu fund með dóms- og kirkjumálaráðherra, Rögnu Árnadóttur, í dag þar sem þeir kynntu kröfu hreyfingarinnar, um kyrrsetningu eigna auðmanna. 

Á fundinum fóru fram ítarleg og hreinskiptin skoðanaskipti um málið, skv. tilkynningu frá Röddum fólksins.  Þar segir að ráðherra hafi ítrekað að sérstakur saksóknari hefði lagaúrræði til að kyrrsetja eignir auðmanna og vilji væri fyrir hendi hjá ráðuneytinu að afgreiða tilskylda rannsóknarvinnu fljótt og vel.

Þessi sérstaki saksóknari hefur þegar tekið til starfa, en honum er ætlað að rannsaka grun um refsiverða háttsemi hvort sem hún tengist starfsemi fjármálafyrirtækja, annarra lögaðila eða einstaklinga.

Raddir fólksins er hreyfing sem gengist hefur verið fyrir fjöldafundum á Austurvelli undir yfirskriftinni „Breiðfylking gegn ástandinu“ síðustu mánuði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert