Prinsessur og vampýrur á stjá

Eflaust reka sumir upp stór augu þegar þeir sjá litlar útgáfur af þekktum ævintýrapersónum spígspora á götum úti en á öskudag fær ímyndunaraflið að leika lausum hala og krakkar reyna að líkjast prinsessum, nornum, kúrekum, ofurhetjum eða öðrum skemmtilegum persónum.

Í mörgum grunnskólum, t.d. í Hlíðaskóla þar sem meðfylgjandi myndir voru teknar, eru haldin böll þar sem krakkar geta slegið köttinn úr tunnunni.

Þá halda margir í fyrirtæki og verslanir og syngja fyrir smá gotterýi og er víst að á Laugaveginum og í verslanamiðstöðvunum í höfuðborginni verði margt um skrautlegan manninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert