Tækninefnd IMF komin til landsins

Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.
Höfuðstöðvar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington.

Tækninefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) er komin til landsins. Mark Flanagan, formaður nefndarinnar sem fer fyrir láni sjóðsins til seðlabankans, staðfesti þetta í samtali við mbl.is fyrir stundu.

Um er að ræða nokkra tæknilega fulltrúa og á Flanagan eftir að bætast í hópinn en hann heldur til landsins í dag.

Verður Flanagan á landinu til 10. mars nk.

Flanagan lét þau orð falla í viðtali í gær að aukinn stöðugleiki krónunnar og minnkandi verðbólga ættu að gefa færi á stigvaxandi stýrivaxtalækkun Seðlabanka Íslands og afnámi gjaldeyrishaftanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert