Fréttaskýring: Bankastjórinn beið átekta á hóteli

Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ræddi í morgun við nýja seðlabankastjórann ...
Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, ræddi í morgun við nýja seðlabankastjórann en Stoltenberg er staddur hér á landi. mbl.is/Kristinn

Svein Harald Øygard, sem í morgun var settur seðlabankastjóri til bráðabirgða, hefur beðið á hóteli í Reykjavík frá því á mánudag eftir að Alþingi afgreiddi ný lög um Seðlabankann. Ríkisstjórnin leitaði víða að bráðabirgðabankastjóra. Eftir ábendingu norskra ráðherra, var ákveðið að ræða við Øygard. Þrír fyrrverandi bankastjórar eiga rétt á biðlaunum í 6 og 12 mánuði en Ingimundur Friðriksson hefur þegar afþakkað biðlaun.

Frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands, skipulag yfirstjórnar og peningastefnunefnd, var samþykkt á Alþingi í gærkvöld með 33 atkvæðum gegn 18. Samkvæmt lögunum er bankastjórn Seðlabanka Íslands lögð niður og þar með embætti þriggja bankastjóra sem sæti eiga í stjórninni, þ.m.t. embætti formanns bankastjórnar.

Forsætisráðherra skal svo fljótt sem við verður komið auglýsa nýtt embætti seðlabankastjóra laust til umsóknar samkvæmt ákvæðum laganna.

Frumvarpið var lagt fram á Alþingi 4. febrúar og kom það til fyrstu umræðu tveimur dögum síðar. Ríkisstjórnin ætlaðist til að málið fengi hraða afgreiðslu í þinginu. Í því ljósi var þegar farið að leita að einstaklingi sem gegnt gæti embætti seðlabankastjóra til bráðabirgða, eða þar til staðan hefði verið auglýst og ráðið í hana samkvæmt nýju lögunum.

Norskir ráðherrar mæltu með á Øygard

Ríkisstjórnin leitaði víða fyrir sér, meðal annars á Norðurlöndunum. Þegar Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs heimsótti Ísland í byrjun febrúar, innti Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra hana eftir því hvort hún gæti bent á seðlabankastjóraefni. Halvorsen benti á Øygard. Á vef BT segir að Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, hafi gefið Øygard sín bestu meðmæli.

Kristin Halvorsen sendi í morgun Svein Harald Øygard hamingjuóskir. Segir Halvorsen í yfirlýsingu, að Øygard búi yfir mikilli reynslu og þekkingu og sé réttur maður á réttum stað í þessu krefjandi starfi.

Nýi seðlabankastjórinn kom raunar til landsins á mánudag og hefur því beðið átekta á hóteli í Reykjavík í tæpa viku meðan Alþingi ræddi seðlabankafrumvarpið.

Biðlaunaréttur í 6 og 12 mánuði

Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri baðst lausnar úr embætti seðlabankastjóra að kvöldi 7. febrúar. Jafnframt afþakkaði Ingimundur boð um að ganga til viðræðna við stjórnvöld um starfslokagreiðslur.

Eiríkur Guðnason og Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar, urðu hins vegar ekki við beiðni forsætisráðherra um að víkja úr embætti. Þegar Alþingi hafði samþykkt ný lög um Seðlabankann í gærkvöld og forseti staðfest lögin, var bankastjórunum tveimur sent bréf með formlegri tilkynningu um að stöður þeirra hefðu verið lagðar niður.

Þar sem stöður seðlabankastjóra eru lagðar niður vegna skipulagsbreytinga, gilda ákvæði um biðlaunaréttindi í lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

Samkvæmt því á Eiríkur Guðnason, rétt til 12 mánaða biðlauna, sem myndast eftir 15 ára störf í þjónustu ríkisins sem embættismenn. Eins og áður segir afþakkaði Ingimundur Friðriksson starfslokagreiðslur. Davíð Oddsson á biðlaunarétt til 6 mánaða þar sem starfstími alþingismanna og ráðherra telst ekki með þjónustualdri hjá ríkinu vegna biðlaunaréttar vegna þess að þeir teljast ekki vera embættismenn heldur falla undir lög um þingfararkaup.

Tímabundinn launakostnaður Seðlabankans vegna þess er áætlaður um 44 milljónir króna eftir því sem segir í greinargerð með seðlabankafrumvarpinu og var þá við það miðað að allir þrír tækju biðlaun. Ingimundur var hættur í Seðlabankanum áður en frumvarpið var samþykkt og þiggur ekki biðlaun. Ekki liggur fyrir hvort Eiríkur eða Davíð þiggja biðlaun.

Til lengri tíma litið má reikna með að fækkun bankastjóra um tvo lækki launakostnað Seðlabankans um 32 milljónir á ári miðað við að laun nýs seðlabankastjóra verði svipuð og laun formanns núverandi bankastjórnar.

Svein Harald Øygard og Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
Svein Harald Øygard og Kristin Halvorsen, fjármálaráðherra Noregs.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Segir VG leika tveimur skjöldum

11:27 Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra, segir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð leika tveimur skjöldum í aðdraganda þingkosninganna á laugardaginn þegar komi að Evrópumálunum. Meira »

Sprenging í vændi á Íslandi

11:16 Lögregla telur engan vafa leika á því að „sprenging“ hafi orðið í framboði vændis hér á landi á síðustu 18 mánuðum. Ekki hafa verið til rannsóknar mörg mál á tímabilinu m.a. sökum manneklu og afleiddrar nauðsynlegrar forgangsröðunar lögreglu. Meira »

Valin til að sækja virta ráðstefnu

11:13 Tveir íslenskir frumkvöðlar voru valdir af utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og sendiráði Bandaríkjanna á Íslandi til þess að taka þátt í Global Entrepreneurship Summit (GES) 2017 sem fer fram í Hyderabad á Indlandi 28. til 30. nóvember. Meira »

Tugir hafa látist á 3 árum

10:41 Greiningardeild embættis ríkislögreglustjóra telur líklegt að neysla á sterkum fíkniefnum muni aukast hér á landi á næstu árum. Aukin neysla sterkra verkjalyfja, sem innihalda ópíumafleiður, og sterkra eiturlyfja hefur kostað tugi manna lífið hér á landi á síðustu þremur árum. Meira »

Tíu virk glæpasamtök starfandi hér

10:07 Brotum tengdum skipulagðri glæpastarfsemi, svo sem fíkniefnabrotum, mansali og vændi hefur fjölgað hér og vtað er um að minnsta kosti tíu hópa sem eru virkir í skipulagðri brotastarfsemi hér á landi og talið er að hópum sem lögregla kann ekki nægilega góð deili á hafi fjölgað nokkuð undanfarin ár. Meira »

Mikill viðbúnaður en um gabb að ræða

09:21 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins og lögreglu vegna tilkynningar um eld á Hótel Sögu fyrir skömmu. Í ljós kom að um falsboð var að ræða. Meira »

Þjónusta 4.637 fatlaða einstaklinga

09:15 Sveitarfélög veittu 4.637 einstaklingum með fötlun þjónustu á 15 þjónustusvæðum og hafði þeim fækkað um 92 (1,9%) frá árinu áður. Af þeim var 1.591 barn 17 ára og yngri (34,3%). Meira »

Konur hætta að fá greitt 30. október

09:19 Kynbundinn launamunur í Evrópu er mestur í Eistlandi en níundi mestur á Íslandi. Það jafngildir því að íslenskar konur hætti að fá greitt 30. október. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu bresku vefsíðunnar Expert Market. Meira »

Stórfelldur þjófnaður á kjöti

08:27 Lögreglan á Suðurnesjum handtók fyrr í mánuðinum þrjá karlmenn vegna stórfellds þjófnaðar á tollfrjálsum varningi frá flugþjónustufyrirtæki á Keflavíkurflugvelli. Tveir mannanna voru starfsmenn hjá fyrirtækinu og sá þriðji sá um að koma þýfinu í verð. Meira »

Beit annan farþega

08:23 Lögreglumenn úr flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum handtóku farþega um borð í flugvél á Keflavíkurflugvelli aðfaranótt sunnudagsins. Farþeginn, sem var ofurölvi, hafði meðal annars ráðist á flugfreyju og bitið annan farþega. Meira »

Flækingsfugla hrekur til Íslands

08:18 Fjöldi flækingsfugla barst til landsins í kjölfar suðaustanstorms á fimmtudaginn var. Þeirra á meðal voru tvær tegundir sem aldrei hafa sést hér áður. Meira »

Íslendingar bíða eftir nýjum kjörfundi

07:57 „Það er mikill áhugi á þingkosningunum heima meðal landa sem hér eru,“ segir Þórleifur Ólafsson sem dvelur á vinsælum Íslendingastað, Torrevieja, á austurstönd Spánar. Meira »

Mótmælir ásökunum landlæknis

07:37 „Landlæknir, sem er opinber embættismaður, vegur þarna að starfsheiðri fjölda lækna er starfa á Landspítalanum og við mótmælum því að sjálfsögðu harðlega,“ segir Reynir Arngrímsson, nýkjörinn formaður Læknafélags Íslands. Meira »

Rútan sótt í dag

06:44 Rúta sem lokaði veginum að Dettifossi í gær verður dregin upp á veg í birtingu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra. Opnað var fyrir umferð um veginn klukkan 19 í gærkvöldi. Meira »

Fékk 53 milljónir greiddar

05:48 Fjársýsla ríkisins greiddi trúfélaginu Zuism út rúmar 53 milljónir króna sem haldið hefur verið eftir af sóknargjöldum frá því í febrúar í fyrra vegna deilna um hver færi með stjórn félagsins. Meira »

Hálkublettir á Suður- og Vesturlandsvegi

07:31 Hálkublettir eru á hringveginum á milli Selfoss og Hvolsvallar. Á Vesturlandi eru hálkublettir á hringveginum frá Baulu og upp Norðurárdal og á Bröttubrekku. Meira »

Ágætt veður víðast hvar

06:34 Norðaustan 8-13 m/s norðvestanlands í dag, annars hægari vindur. Súld eða rigning fyrir norðan, en léttskýjað suðvestan til. Hiti 3 til 9 stig. Meira »

Eyddu skjölum án leyfis

05:30 Enn eru dæmi um að opinberar stofnanir eyði skjölum án heimildar Þjóðskjalasafnsins eins og áskilið er í lögum.  Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Matador heilsársdekk
Matador heilsársdekk fyrir sendibíla - Tilboð 175/75 R 16 C kr. 17.500 205/75 R ...
Til sölu Volvo S40 árg '06, ekinn 131 þ
Beinsk. skráður 29.9.06. Í eigu sömu fjölsk. frá upphafi. Reglub. viðhald, nýleg...
Bátakerru stolið
Þessari kerru var stolið um Hvítasunnuhelgina í bryggjuhverfinu í Reykjavík. Þei...
Rýmingarsala
Rýmingarsala á bókum um helgina 50% afsláttur allt á að seljast Hjá Þorvaldi í K...
 
Skipulag
Tilkynningar
Borgarbyggð Skipulagsauglýsingar De...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Það er opin vinnustofa hjá...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...