Þúsundir bóka í Perlunni

Í dag hefst hinn árlegi bókamarkaður Félags íslenskra bókaútgefenda í Perlunni. Þar gefst tækifæri til að sjá á einum stað það sem til er af bókum á íslensku en í boði eru yfir 10.000 titlar „í plasti“ auk annarra 10.000 titla sem eru seldir af fornbókasölum.

Úrval nýlegra bóka sem komið hafa út á síðustu mánuðum og misserumhefur einnig aukist til muna og eru þær allar seldar með að minnsta kosti 50% afslætti.

Bókamarkaðurinn stendur til sunnudagsins 15. mars og er opinn daglega frá 10 til 18.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert