75 börn á biðlista eftir leikskólaplássi í Eyjum

Frá fundinum í morgun
Frá fundinum í morgun eyjar.net – Jóhann Guðmundsson

Í Vestmannaeyjum er í dag biðlisti eftir leikskólaplássum og hefur sú staða verið upp í nokkra mánuði og funduðu foreldrar með fulltrúum Vestmannaeyjabæjar í morgun um stöðu mála. Alls eru 75 börn á biðlistanum, þau elstu fædd árið 2004 en þau yngstu fædd árið 2008.

Það voru um 50 foreldrar sem mættu á fundin og sum hver þurftu að taka börnin sín með á fundinn. Á fundinum fór Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, yfir stöðu mála með foreldrunum en vandinn er m.a. annars til komin vegna þess að fleiri barnafjölskyldur hafa flutt til Vestmannaeyja að undanförnu, að því er fram kemur á fréttavefnum eyjar.net.

Eyjar.net hafði samband við nokkra foreldra sem sátu fundinn og höfðu þau flest orð á því að forgangsröðun Vestmannaeyjabæjar væri röng. Verið sé að reisa knattspyrnuhús fyrir um 300 milljónir, 65 milljónir króna eru áætlaðar í vatnagarð við sundlaugina og í síðustu viku var í umræðunni að setja peninga í rekstur Sparisjóðs Vestmannaeyja en á meðan væru biðlistar eftir leikskólaplássum í bænum.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert