Ráðist á nemanda í Sandgerðisskóla

Sandgerði.
Sandgerði. www.mats.is

Fjórtán ára nemandi Grunnskólans í Sandgerði varð fyrir fólskulegri árás skólafélaga sinna fyrir helgi. Að sögn Ríkisútvarpsins er drengurinn mikið slasaður en hann fékk heilahristing, missti heyrn á öðru eyra og tennur losnuðu.

Haft er eftir Fanney Halldórsdóttur, skólastjóra Grunnskólans í Sandgerði, að máli drengjanna, sem gerðu árásina, verði vísað til skólaráðs og þaðan sem það fer til barnaverndarnefndar. RÚV segir, að einn drengjanna hafi verið  valinn íþróttamaður Sandgerðis í fyrra  fyrir góða frammistöðu í ólympískum hnefaleikum.

Þá var haft eftir aðstandendum drengsins, sem ráðist var á, að hann hafi verið að spila við félaga sína í skólanum i hádegishléinu á föstudag þegar þrír skólafélagar hans veittust að honum. Tveir þeirra börðu hann í höfuð og bak en sá þriðji hafðist lítt að. Þegar barsmíðarnar höfðu staðið um stund tókst tveimur skólaliðum að skilja drengina að.

Árásin hefur verið kærð til lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert