Afþakka endurhæfingu eftir langa bið

Frá Reykjalundi. Myndin tengist ekki beint efni fréttarinnar
Frá Reykjalundi. Myndin tengist ekki beint efni fréttarinnar mbl.is/Valdís Thor

Dæmi eru um að fólk afþakki endurhæfingu og meðferð á Reykjalundi, jafnvel eftir langa bið, af ótta við að það muni hafa áhrif á stöðu þess í vinnu. Lækningaforstjóri Reykjalundar segir einnig brögð að því að fólk, sem boðið er meðferð á dagdeildum miðstöðvarinnar, setji fyrir sig aukin bensínútgjöld vegna ferða til og frá deildunum.

Að sögn Hjördísar Jónsdóttur, lækningaforstjóra Reykjalundar, verður starfsfólk vart við það að fólk afþakki meðferð og beri fyrir sig ótta við að missa vinnu, jafnvel eftir að hafa beðið svo mánuðum skiptir eftir því að komast að. „Starfsfólk hér hefur tekið eftir þessu, þótt það sé ekki eins áberandi núna og það var fyrst eftir bankahrunið. Það er þessi hræðsla, t.d. þegar fólk er of þungt eða með verki, að það geti verið að gefa svolítinn höggstað á sér með því að fara úr vinnunni.“

Hún segir að hjá hinu opinbera séu raunar strangar reglur sem komi í veg fyrir slíkar uppsagnir. „Hins vegar held ég að einkafyrirtæki hafi talsvert mikinn rétt á að láta fólk fara. Það er örugglega eitthvað slíkt sem fólk óttast.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert