18 Vítisenglar sendir úr landi

Danskir vítisenglar reyndu að koma til landsins fyrir rúmum tveimur …
Danskir vítisenglar reyndu að koma til landsins fyrir rúmum tveimur árum en var þá vísað frá. mbl.is

Allt hefur verið með kyrrum kjörum í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í
dag, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Alls hafa 18 Vítisenglar (Hells Angels) meðlimir  verið stöðvaðir undanfarna daga og eru þeir farnir úr landi. Umferð um flugstöðina hefur gengið vel og tíðindalítið fyrir sig. Vítisenglarnir eru boðsgestir vélhjólaklúbbsins Fáfnis sem ætla að fagna nýju húsnæði samtakanna í Hafnarfirði.

Veisluhöld Fáfnismanna eiga að fara fram í dag og ekki er annað vitað en að þau séu á áætlun. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert