Framleiðendur Astrópíu í mál vegna Heroes

Astrópía og leikstjóri hennar Gunnar B. Guðmundsson
Astrópía og leikstjóri hennar Gunnar B. Guðmundsson

Aðstandendur íslensku kvikmyndarinnar Astrópíu undirbúa nú málsókn á hendur bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC sem framleiðir hina vinsælu sjónvarpsþætti Heroes. Nýjasti þátturinn, sem sýndur er erlendis í kvöld, þykir svipa grunsamlega mikið til söguþráðar myndarinnar, svo mikið að það geti vart verið tilviljun.

„Við fengum upplýsingar um þetta í dag, það voru Íslendingar erlendis sem bentu okkur á þetta. En við erum aðeins of sein, þátturinn verður sýndur í kvöld en við héldum að hann væri sýndur í næstu viku og ætluðum að fara fram á lögbann áður,“ segir Gísli Gíslason einn aðstandenda myndarinnar. „Hugmyndin er greinilega mjög lík, það eru meira að segja sömu karakterar og stúlkan er nánast eins. Stundum er reynt að fela að það sé verið að stela, en það liggur við að þarna sé bein þýðing á handritinu.“

Of seint er að krefjast lögbanns en íslensku kvikmyndagerðarmennirnir hyggjast hinsvegar kæra þá bandarísku á grundvelli höfundarréttarlaga og krefjast skaðabóta.  „Við höfum þegar sent þetta á erlenda lögfræðinga og þeir sem þegar hafa skoðað þetta segja að við höfum gríðarlega sterka stöðu því þetta sé allt of líkt til að geta verið tilviljun.“ Gísli tekur þó fram að málið sé enn á algjöru frumstigi.

Getur spillt fyrir samning um endurgerð í Hollywood

Astrópía var sýnd á síðasta ári við góðar undirtektir í Bandaríkjunum, þar á meðal á kvikmyndahátíðinni Fantastic Fest í Texas, sem leggur áherslu á ævintýra- og fantasíumyndir og er því ekki ólíklegt að handritshöfundar Heroes hafi rekist á hana þar. „Við höfum grun um að það sé meira sem hefur verið notað heldur en þetta sem litla sem við höfum séð,“ segir Gísli.

„Það er náttúrulega mikill heiður að einn vinsælasti sjónvarpsþáttur í heimi skuli leita í smiðju okkar, en málið er að við erum akkúrat núna að vinna í því að semja um sölu á endurgerð myndarinnar í Hollywood og þar erum við að tala um mikla peninga. Þannig að ef búið er að nota hugmyndina okkar áður í einum vinsælasta sjónvarpsþætti Bandaríkjanna þá getur tjónið verið mikið fyrir okkur. Það hefur nú verið farið í mál út af minni atriðum í bandarísku réttarkerfi.“

Aðspurður hvort Bandaríkjamenn hafi kannski haldið að Íslendingar kæmust aldrei að þessu eða hefðu ekki burði til að gera neitt í málinu hlær Gísli við og svarar: „Eru þeir ekki bara búnir að afskrifa okkur? Við látum allavega ekki afskrifa okkur hér.“

Auglýsingu fyrir Heroes þáttinn umtalaða má sjá hér

Til samanburðar má sjá auglýsingu fyrir Astrópíu hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Kynnir háskólanemum landið

20:09 Herdís Friðriksdóttir, verkefnastjóri og eigandi ferðaskrifstofunnar Understand Iceland, fékk nýverið styrk til að kynna erlendum háskólanemum sjálfbærni og umhverfisvernd á Suðurlandi. Meira »

Glaðari konur og glaðari karlar

19:44 Kvenréttindafélag Íslands fagnar 110 ára afmæli sínu í ár. Í stað þess að efna til rjómatertusamsætis færði félagið öllum fyrsta árs framhaldsskólanemum á landinu bók að gjöf. Við ættum öll að vera femínistar eftir nígerísku skáldkonuna Chimamanda Ngozi Adichie kom út 27. september, á fæðingardegi Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, stofnanda félagsins. Meira »

Sýknaður því hann mætti ekki

19:34 Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað mann og tvö fyrirtæki hans af meiri háttar brotum gegn skattalögum. Sýknudómurinn grundvallast af skorti á gögnum. Í honum kemur meðal annars fram að héraðssaksóknari gekk ekki á eftir því að maðurinn sem var ákærður myndi mæta við aðalmeðferð. Meira »

Gjóskuflóð færu hratt niður hlíðar

19:11 „Eldur upp kom í Litla-Héraði og eyddi allt héraðið. Höfðu þar áður verið 70 bæir. Lifði engin kvik kind eftir utan ein öldruð kona, og kapall.“ Svo stendur ritað í Oddverjaannál, um þær hamfarir sem fylgdu eldgosinu í Hnappafellsjökli í júní árið 1362. Meira »

Kaupa rakaskemmdar höfuðstöðvar

18:46 Orkuveitan hefur keypt aftur höfuðstöðvar sínar á Bæjarhálsi 1 af fasteignafélaginu Fossi. Kaupverð er fimm og hálfur milljarður en um þriðjungur húsanna er stórskemmdur af raka. Meira »

Veður getur hamlað eftirliti

18:14 Slæm veðurspá getur sett strik í reikninginn þegar kemur að eftirliti með Öræfajökli næstu dagana. Tveir menn á vegum Veðurstofu Íslands héldu af stað austur að jökli um miðjan dag, með það fyrir augum að taka sýni úr ám sem renna undan jöklinum. Meira »

Telur hægt að útiloka sekt Thomasar

17:50 Munnlegur málflutningur fór í dag fram í máli Thomasar Møller Olsen gegn íslenska ríkinu, þar sem verjandi Thomasar fór fram á að dómkvaddur matsmaður, „hæfur og óvilhallur“, yrði fenginn til að leggja mat á hvar Birnu Brjánsdóttur var komið fyrir, með það fyrir augum að útiloka sekt hans. Meira »

Keyrði inn í Hagkaup á Eiðistorgi

18:10 Óhapp varð nú síðdegis þegar eldri kona missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hún keyrði inn í verslun Hagkaupa á Seltjarnarnesi. Meira »

Vilja ná 80% vefsíðna í loftið í dag

17:38 Um 60% af þeim vefsíðum sem eru í hýsingu hjá fyrirtækinu 1984, sem lenti í kerfishruni síðasta miðvikudag, eru komnar upp aftur. Mörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, segir í samtali við mbl.is að gert sé ráð fyrir að ná upp allt að 80% síðnanna í dag. Meira »

Áfram í varðhaldi grunaður um peningaþvætti

17:14 Hæstirétt­ur staðfesti í dag að níg­er­ísk­ur karl­maður skuli áfram sæta gæslu­v­arðhaldi vegna gruns um pen­ingaþvætti. Varnaraðili hafði kært úrskurð Héraðsdóms Reykjaness frá því fyrir helgi en þar segir að manninum sé gert að sæta gæsluvarðhaldi til 14. desember. Meira »

Kvennaathvarfið hlaut viðurkenningu Barnaheilla

16:50 Kvennaathvarfið hlaut í dag viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2017 fyrir að beina sjónum sínum í auknum mæli að þörfum og réttindum barna sem í athvarfinu búa hverju sinni. Meira »

Siglufjarðarvegur lokaður vegna snjóflóðs

16:35 Siglufjarðarvegur er lokaður um óákveðinn tíma vegna snjóflóðs sem féll skammt vestan Strákaganga. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Snjókoma er á Norðausturlandi og þungskýjað. Meira »

Mikil svifryksmengun í höfuðborginni

16:18 Styrk­ur svifryks og köfnunarefnisdíoxíðs er hár við helstu um­ferðargöt­ur borg­ar­inn­ar sam­kvæmt mæl­ing­um við Grens­ás­veg og færanlegum mælistöðvum Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur við Eiríksgötu 2 og Hringbraut 26. Meira »

Bíllinn gjörónýtur eftir slysið

15:22 Búið er að opna fyrir umferð á nýjan leik eftir alvarlegt umferðaslys sem varð á gatnamótum Grafningsvegar og Biskupstungnabrautar. Meira »

Tók vörur fyrir meira en hálfa milljón

15:03 Tryggvi Geir Magnússon var dreginn út í leiknum 100,5 sekúndur í ELKO og fékk hann tækifæri í morgun til að ná sér í sem flestar vörur í ELKO á 100,5 sekúndum Meira »

„Mjög alvarlegt brot“ á Grensásvegi 12

16:15 „Við höfum fengið viðbrögð en þau hafa verið algjörlega ófullnægjandi. Við gerum bara ráð fyrir því að þeir séu að vinna í sínum málum og vinna að úrbótum. Bannið nær ekki yfir að úrbætur séu gerðar á vinnustað,“ segir Björn Þór Rögnvaldsson, lögfræðingur hjá Vinnueftirlitinu. Meira »

Vinnustöðvun gegn Primera ólögmæt

15:22 Ótímabundnu verkfalli flugliða um borð í flugvélum Primera Air, sem átti að hefjast 15. september en var frestað og var áformað 24. nóvember, er ólögmætt. Þetta er niðurstaða félagsdóms frá því í dag. Meira »

Fastagestirnir eru óþreyjufullir

14:58 „Það er pressa; það eru náttúrlega margir búnir að nota innilaugina daglega í tugi ára,“ segir Logi Sigurfinnsson, forstöðumaður Sundhallarinnar í Reykjavík, en laugin hefur verið lokuð frá því í júní og því hafa fastagestir þurft að leita annað á meðan. Meira »
GLÆSILEGT HÚS T LEIGU Í VENTURA FLORIDA
Í húsi sem er v. 18 holu golfvöll eru 3 svh. m. sjónv., 2 bh., 1 wc, stór stofa,...
Mazda 3 Vision 2015
Mazda 3 Vision 2015 dekurbíll til sölu Einn eigandi, keyrður 34.000 km, sjálfski...
 
Skipulagsmál
Tilkynningar
Rangárþing ytra Auglýsing um skipulags...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og b...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...