Þakka Ingibjörgu starf í þágu kvenna

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Stjórn kvennahreyfingar Samfylkingarinnar segir, að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hafi lagt gríðarlega mikið af mörkum til íslenskrar kvennabaráttu og unnið óeigingjarnt og fórnfúst starf í þágu íslenskra kvenna. 

„Hún var afar farsæll borgarstjóri í Reykjavík í 10 ár, þar sem mikil áhersla var lögð á réttindi kvenna og Grettistaki var lyft í að breyta stjórnsýslunni í takt við nýja tíma.  Árangur náðist í að minnka launamun kynjanna og í hennar borgarstjóratíð varð mikil umbreyting í menntunar – og vistunarmálum ungra barna til hins betra. Leikskólabylting átti sér stað og skólar voru einsetnir.  Sem formaður Samfylkingarinnar hefur Ingibjörg Sólrún lagt mikla áherslu á að byggja flokkinn upp og gera hann að þeim stóra og sterka jafnaðarmannaflokki sem Samfylkingin er í dag.  Hún braut i blað þegar hún leiddi Jóhönnu Sigurðardóttur til embættis forsætisráðherra, fyrsta íslenskra kvenna," segir m.a. í ályktun kvennahreyfingarinnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert