Hægt að greiðslujafna erlendum lánum

Íslandsbanki
Íslandsbanki

Frá og með deginum í dag geta viðskiptavinir Íslandsbanka óskað eftir greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána. Um er að ræða úrræði sem lækkar greiðslubyrði viðskiptavina bankans sem eru með húsnæðislán í erlendri mynt en í flestum tilvikum lengist lánstíminn á móti.

„Í meginatriðum er um að ræða lausn sem gerir fólki kleift að minnka greiðslubyrði sína til skamms tíma af erlendum lánum, auk þess að draga úr áhrifum gengissveiflna á einstaka afborganir. Jafnframt er eytt óvissu um mánaðarlegar afborganir með jafnari upphæð um hver mánaðarmót.

Greiðslujöfnunarleið í hnotskurn:

Viðskiptavinir greiða sömu greiðslu í íslenskum krónum og gert var á gjalddaga 2. maí 2008.

Greiðsla breytist í takt við greiðslujöfnunarvísitölu sem er reiknuð og birt á vef Hagstofunnar.

Mismunurinn færist aftan á lánstímann og lengir eða styttir hann eftir atvikum. Í stað sveiflna í greiðslubyrði um hver mánaðamót vegna óstöðugs gengi, þá færist sú sveifla yfir á lánstímann sem getur þá lengst eða styst eftir því hvernig gengi íslensku krónunnar þróast.

Styrking krónunnar felur í sér styttri lánstíma, veiking krónunnar felur í sér lengri lánstíma. Hægt er að segja greiðslujöfnun upp hvenær sem er," samkvæmt tilkynningu frá Íslandsbanka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert