Bruggarar játuðu sök

Lögreglan yfirheyrði í kvöld tvo karlmenn sem voru handteknir grunaðir um að standa á bak við bruggverksmiðju að Stórhöfða í Reykjavík. Lögreglan lokaði verksmiðjunni síðdegis og lagði hald á um 300 lítra af gambra auk tækjabúnaðar.

Mennirnir hafa báðir játað sök og var þeim sleppt að lokinni skýrslutöku. Málið telst upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert