Gert að spara í krabbameinsleit

Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær líka til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.
Niðurskurður í heilbrigðiskerfinu nær líka til Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins. mbl.is/Ásdís

Hópleit í Leitarstöð Krabbameinsfélagsins verður takmörkuð við þrjá til fjóra daga í viku þar sem félaginu hefur verið gert að draga úr rekstrarkostnaði. Ekki verður ráðið í stöður sem losna í leitarstöðinni og starfsfólki verður mögulega boðið að lækka starfshlutfall tímabundið, að sögn Kristjáns Sigurðssonar, yfirlæknis á leitarstöðinni.

Skoðunarstöðum utan Reykjavíkur verður fækkað úr 42 í 30 í hagræðingarskyni og millibil í leghálskrabbameinsleit verður lengt úr tveimur árum í fjögur hjá konum 40 ára og eldri hafi fyrri skoðanir verið eðlilegar.

Komum kvenna á Leitarstöð Krabbameinsfélags Íslands í hópskoðun hefur fækkað um 7-12% frá 1. október til 1. mars miðað við sama tímabil í fyrra. Komugjald vegna skoðunarinnar er nú 3.400 krónur. Líkleg ástæða fyrir færri komum er sú að horft sé í kostnaðinn, að því er Kristján Sigurðsson, yfirlæknir á leitarstöðinni, segir.

Heildarkomutölur fyrir árið í fyrra liggja ekki fyrir en leghálsskoðanir árið 2007 voru tæpar 33.000, þar af á leitarstöðinni í Reykjavík 13.000. Tæpar 1.600 af heildarfjöldanum voru með afbrigðileg frumustrok. Um 550 voru sendar í vefjasýnatöku. Sýnatökurnar leiddu til þess að um 300 konur fóru í keiluskurð.

Heildarbrjóstaskoðanir voru um 20 þúsund, allar á leitarstöðinni. Af þeim teljast 17 þúsund hópskoðunarmyndir. Hinar eru taldar vera með einkenni eða eitthvað afbrigðilegt út úr hópleit.

Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert