Stöðvuðu dauðadrukkinn ökumann

Merki lögreglunnar.
Merki lögreglunnar.

Ökumaður sem ók yfir á rauðu ljósi á röngum vegarhelmingi var stöðvaður af lögreglumönnum um klukkan hálfsex í morgun, við Dvergshöfða í Reykjavík. Þegar að var gáð reyndist ökumaðurinn svo ölvaður að hann gat vart haldið meðvitund, en áfengismagn í blóði hans mældist 3,4 prómill, eða fimm til sexfalt leyfilegt magn.

Til samanburðar segir varðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að þegar áfengismagn í blóði mælist nálægt tveimur prómillum sé viðkomandi orðinn mjög drukkinn. Því er ljóst að maðurinn var algerlega dauðadrukkinn og ekki í neinu ástandi til þess að aka bifreið.

Hans bíður væntanlega ökuleyfissvipting.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert