Lífeyrissjóðir geti eignast íbúðarhúsnæði

Fimm þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að lífeyrissjóðum verði heimilt að eiga og leigja út íbúðarhúsnæði.

Í greinargerð frumvarpsins segir að í gildandi lögum sé blátt bann lagt við því að lífeyrissjóðir fjárfesti í fasteignum nema það sé nauðsynlegt vegna starfsemi sjóðsins. Frumvarpið leggi til undanþágu frá því þegar um íbúðarhúsnæði er að ræða. Leggja flutningsmenn til að lífeyrissjóðir geti stofnað félag um rekstur húsnæðisins eða gert samning við einkaaðila um hann. Lífeyrissjóðum verði þannig gert kleift að semja við leigumiðlanir um útleigu íbúða.

Helgi Hjörvar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins og meðflutningsmenn eru Lúðvík Bergvinsson, Mörður Árnason, Ellert B. Schram og Einar Már Sigurðarson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert