Umfang sálræns ofbeldis vanmetið

Ofbeldi á börnum er algengara en margir halda. Tilkynningum til Barnaverndarstofu hefur fjölgað talsvert á umliðnum árum og voru um 20% allra tilkynninga á síðasta ári. Tilkynningum um sálrænt ofbeldi hefur fjölgað hvað mest. Félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir umfang andlegs skaða líklega meira en nokkurn geti grunað.

Árið 2004 bárust Barnaverndarstofu 804 tilkynningar vegna ofbeldis gagnvart barni eða 14,5% allra tilkynninga. Síðan hefur hlutfallið farið hratt hækkandi; árið 2006 var það 16,3% og 18,9% árið 2007. Tilkynningar um sálrænt ofbeldi voru 705 árið 2007 og voru þá 8,4% allra tilkynninga.

Mótast af heimilisofbeldi

Á morgunverðarfundi Lýðheilsustöðvar og slysavarnaráðs í gærmorgun voru ofbeldi og slys á börnum til umfjöllunar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði sálrænt ofbeldi gagnvart börnum vanmetinn þátt. Hún sagði það áður hafa verið frekar flokkað sem vanrækslu en fólk væri í auknum mæli að gera sér grein fyrir afleiðingunum.

Meðal þess sem flokkast undir sálrænt ofbeldi er þegar barn verður vitni að heimilisofbeldi án þess að verða fyrir ofbeldi sjálft. Börn sem búa við heimilisofbeldi mótast af því hvort sem þau verða fyrir því eða ekki. Steinunn segir of marga grunlausa fyrir áhrifum sem slíkt getur haft á börn. Þau eru t.a.m. líklegri til að sýna af sér áhættuhegðun þegar þau verða eldri.

68 börn í Kvennaathvarfi

Meðal þess sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum á þessum þáttum er að börnum sem alast upp á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað er 30-60% hættara að verða fyrir misbeitingu en þeim sem alast upp á ofbeldislausum heimilum.

Árið 2007 komu 68 börn með mæðrum sínum í Kvennaathvarfið. Meðalaldur þeirra var fjögur ár – það yngsta nokkurra vikna gamalt – og 66% voru innan við sjö ára. Þar af höfðu tólf þeirra komið áður til dvalar. Sama ár hóf Barnaverndarstofa rannsókn á ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að í um 90% tilvika þar sem tilkynnt var ofbeldi gagnvart barni 12 ára og yngra lék grunur á að gerandinn væri foreldri eða forráðamaður. Hjá 13 ára og eldri var hlutfallið hins vegar um fimmtíu prósent.

Vel fylgst með á bráðasviði

Í flestum tilvikum er um vægari mál að ræða, s.s. flengingar, en það er ekki algilt. Þess má geta að á árinu 2007 voru 170 tilkynningar til Barnaverndarstofu frá slysa- og bráðadeild Landspítala. Heilbrigðisstarfsmenn sendu alls á sjötta hundrað tilkynningar.

Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði, segir ofbeldi gegn börnum algengara en margan gruni. Stærsta vandamálið sé hugsanlega að heilbrigðisstarfsmenn séu góðhjartaðir og trúi því einfaldlega ekki upp á nokkurn mann að leggja hendur á barn. Hann segir að vel sé fylgst með áverkum á börnum og sérstaklega athugað hvort saga foreldra komi heim og saman við áverka. Einnig er það skoðað vel ef börn koma oft með áverka.

Er bannað að refsa barni sínu með flengingu?

Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að í barnaverndarlögum sé ekki lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem tekur af öll tvímæli.

Í frumvarpinu segir að foreldrum sé óheimilt að beita barn sitt andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi, þ.m.t. andlegum eða líkamlegum refsingum. Þá feli forsjá í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.

Og hver verða viðurlögin við slíkum refsingum?

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi skal sá sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum eða annarri vanvirðandi háttsemi, hótunum eða ógnunum sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fatlaðir út í samfélagið

13:28 Í Grafarvogi er að finna Gylfaflöt, dagþjónustu sem sinnir ungu fólki með fötlun sem ekki kemst út á almennan vinnumarkað. Nýtt verkefni gerir þeim kleift að vinna úti í samfélaginu, kynnast nýju fólki, efla sjálfstraust og gera gagn í þjóðfélaginu. Meira »

Ekki lengur spurt um Sjálfstæðisflokkinn

13:24 Aðferðafræði í nýjustu könnun Félagsvísindastofnunar er lítillega breytt frá fyrri könnunum á fylgi flokka. Þeir kjósendur sem enn eru óákveðnir eftir tvær spurningar eru ekki lengur spurðir hvort líklegra sé að þeir kjósi Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk eða lista. Meira »

Þuríður Harpa kjörin formaður ÖBÍ

12:13 Þuríður Harpa Sigurðardóttir, varaformaður Sjálfsbjargar, var kjörin nýr formaður Öryrkjabandalags Íslands á aðalfundi samtakanna í morgun. Þuríður Harpa tekur við af Ellen Calmon, sem hefur verið formaður bandalagsins frá árinu 2013. Meira »

Skjálftinn mun stærri en talið var

11:56 Jarðskjálftinn sem varð klukkan 21.50 í gærkvöldi, um 6 kílómetra norðaustur af Selfossi, var mun stærri en talið var í fyrstu, eða 4,1 að stærð. Í fyrstu var gefið upp að hann hefði verið 3,4 að stærð, en á því er töluverður munur. Meira »

Fjögurra flokka stjórn líklegust

11:50 Nú er vika í alþingiskosningar og meginlínur í fylgi flokkanna farnar að skýrast. Grétar Þór Eyþórsson, stjórnmálafræðingur og prófessor við Háskólann á Akureyri, rýnir í nýja könnun Félagsvísindastofnunar og segir líklegast að fjóra flokka þurfi til að mynda ríkisstjórn eftir kosningar. Meira »

Átu ís af brjóstum

11:22 Íslenskar konur, 14 talsins, segja frá af kynferðislegri áreitni í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Síðustu dagar og vikur hafa leitt í ljós að sennilega er mun frekar fréttnæmt ef kona hefur ekki orðið fyrir kynferðislegri áreitni en að hún hafi orðið það. Meira »

„Forkastanleg vinnubrögð“

10:20 Teitur Björn Einarsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, segir að formaður nefndarinnar hafi ekki haft samband við sig frekar en aðra nefndarmenn um að slíta ætti störfum nefndarinnar. Þá hafi ekkert komið fram á síðasta fundi nefndarinnar um að störfum hennar væri lokið. Meira »

Skattbyrði millistéttar lækkað verulega

10:54 Þær skattalækkanir sem gerðar voru á fyrsta ári Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn hafa orðið til þess að skattbyrði millistéttarinnar hefur lækkað verulega á síðustu árum, eða um 344 þúsund krónur sé miðað við hjón með meðallaun í árstekjur. Samkvæmt Hagstofunni eru meðallaun 667 þúsund krónur. Meira »

„Svosem ekki mjög upplífgandi tölur“

09:39 „Þetta eru svosem ekki mjög upplífgandi tölur og ekki heldur í takt við það sem við höfum verið að upplifa. Við finnum frekar fyrir auknum áhuga,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar. En þessar tölur kalla á að við þurfum að gera betur. Meira »

Áframhaldandi titringur á Suðurlandi

09:28 Jörð skelfur enn á Suðurlandi, en rétt fyrir klukkan hálfníu í morgun varð jarðskjálfti sem mældist 2,9 að stærð. Skjálftahrina hefur verið í Suðurlandsbrotabeltinu frá því um kl. 16:00 í gær. Meira »

Fór úr peysunni og keyrði út af

09:12 Það óhapp varð í vikunni að bifreið var ekið út af Reykjanesbraut og var ökumaður hennar fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna bakverkja. Tildrög þessa voru þau að ökumanninum var orðið heitt meðan á akstri stóð og ákvað hann því að losa öryggisbeltið og fara úr peysunni. Meira »

Miklum verðmætum stolið úr ferðatösku

09:06 Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um stórþjófnað úr ferðatösku ferðalangs. Þjófnaðurinn sér stað þegar viðkomandi var á leið til Bandaríkjanna, en verðmæti þess sem stolið var nam hátt á þriðja hundrað þúsund krónum. Meira »

Fundu umtalsvert magn fíkniefna og sveðju

09:03 Þrír voru handteknir á Suðurnesjum í vikunni í kjölfar húsleitar sem Lögreglan á Suðurnesjum fór í, með aðstoð sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Sterkur grunur leikur á því að sá sem í húsinu dvaldi hafi stundað fíkniefnasölu, en umtalsvert magn fíkniefna fannst við húsleitina. Meira »

Hugmynd um gosbrunn á Lækjartorg

07:57 Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkurborgar berast reglulega áhugaverðar tillögur og barst ráðinu nýlega ein slík.  Meira »

Mat lækkað fimm ár aftur í tímann

07:37 Yfirfasteignamatsnefnd hefur lagt fyrir Þjóðskrá Íslands að taka fasteignamat íbúðarhúss í Grafarvogi til endurákvörðunar fimm ár aftur í tímann. Meira »

Ný tækni opnar fötluðum tækifæri

08:18 Frumbjörg – Frumkvöðlamiðstöð Sjálfsbjargar fékk verðlaun sem besta framtakið á sviði vistkerfis nýsköpunar (Best Startup Ecosystem Initiative) á Norðurlöndunum 2017. Verðlaunin voru veitt á hátíð norrænna nýsköpunarverðlauna, Nordic Startup Awards, síðastliðið miðvikudagskvöld í Stokkhólmi. Meira »

Handtekinn grunaður um líkamsárás

07:46 Rétt fyrir klukkan eitt í nótt var karlmaður handtekin í Spönginni í Grafarvogi grunaður um líkamsárás. Maðurinn hótaði einnig lögreglumönnum og er nú vistaður í fangaklefa. Á sama stað var annar maður handtekinn fyrir að tálma störf lögreglu og er hann einnig vistaður í fangaklefa. Meira »

Kona handtekin vegna heimilisofbeldis

07:36 Kona var handtekin á höfuðborgarsvæðinu rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöld vegna gruns um heimilisofbeldi. Hún var vistuð í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins. Þá var karlmaður handtekinn í kjallara fjölbýlishúss í borginni rétt eftir miðnætti í gærkvöldi. Meira »

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Mátturinn eða dýrðin - Greinaflokkur

Vélstjóra vantar
Vélstjóra vantar á Fríðu Dagmar 2817, ÍS103. Báturinn er 29,9 brt. vélarstærð 6...
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn
Hreinsa þakrennur fyrir veturinn, ryðbletta þök og tek að mér ýmis smærri verkef...
INTENSIVE ICELANDIC and ENGLISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna
START/BYRJA: 30/10, 27/11 - 2018: 8/1, 5/2, 28/5, 25/6: 4 weeks/vikur x 5 days/d...
 
Aðalskipulag
Tilkynningar
Lýsing breytingar Aðalski...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Fyrirtæki í reykjavík
Önnur störf
Fyrirtæki í Reykjavík óskar eftir ...