Umfang sálræns ofbeldis vanmetið

Ofbeldi á börnum er algengara en margir halda. Tilkynningum til Barnaverndarstofu hefur fjölgað talsvert á umliðnum árum og voru um 20% allra tilkynninga á síðasta ári. Tilkynningum um sálrænt ofbeldi hefur fjölgað hvað mest. Félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir umfang andlegs skaða líklega meira en nokkurn geti grunað.

Árið 2004 bárust Barnaverndarstofu 804 tilkynningar vegna ofbeldis gagnvart barni eða 14,5% allra tilkynninga. Síðan hefur hlutfallið farið hratt hækkandi; árið 2006 var það 16,3% og 18,9% árið 2007. Tilkynningar um sálrænt ofbeldi voru 705 árið 2007 og voru þá 8,4% allra tilkynninga.

Mótast af heimilisofbeldi

Á morgunverðarfundi Lýðheilsustöðvar og slysavarnaráðs í gærmorgun voru ofbeldi og slys á börnum til umfjöllunar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði sálrænt ofbeldi gagnvart börnum vanmetinn þátt. Hún sagði það áður hafa verið frekar flokkað sem vanrækslu en fólk væri í auknum mæli að gera sér grein fyrir afleiðingunum.

Meðal þess sem flokkast undir sálrænt ofbeldi er þegar barn verður vitni að heimilisofbeldi án þess að verða fyrir ofbeldi sjálft. Börn sem búa við heimilisofbeldi mótast af því hvort sem þau verða fyrir því eða ekki. Steinunn segir of marga grunlausa fyrir áhrifum sem slíkt getur haft á börn. Þau eru t.a.m. líklegri til að sýna af sér áhættuhegðun þegar þau verða eldri.

68 börn í Kvennaathvarfi

Meðal þess sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum á þessum þáttum er að börnum sem alast upp á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað er 30-60% hættara að verða fyrir misbeitingu en þeim sem alast upp á ofbeldislausum heimilum.

Árið 2007 komu 68 börn með mæðrum sínum í Kvennaathvarfið. Meðalaldur þeirra var fjögur ár – það yngsta nokkurra vikna gamalt – og 66% voru innan við sjö ára. Þar af höfðu tólf þeirra komið áður til dvalar. Sama ár hóf Barnaverndarstofa rannsókn á ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að í um 90% tilvika þar sem tilkynnt var ofbeldi gagnvart barni 12 ára og yngra lék grunur á að gerandinn væri foreldri eða forráðamaður. Hjá 13 ára og eldri var hlutfallið hins vegar um fimmtíu prósent.

Vel fylgst með á bráðasviði

Í flestum tilvikum er um vægari mál að ræða, s.s. flengingar, en það er ekki algilt. Þess má geta að á árinu 2007 voru 170 tilkynningar til Barnaverndarstofu frá slysa- og bráðadeild Landspítala. Heilbrigðisstarfsmenn sendu alls á sjötta hundrað tilkynningar.

Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði, segir ofbeldi gegn börnum algengara en margan gruni. Stærsta vandamálið sé hugsanlega að heilbrigðisstarfsmenn séu góðhjartaðir og trúi því einfaldlega ekki upp á nokkurn mann að leggja hendur á barn. Hann segir að vel sé fylgst með áverkum á börnum og sérstaklega athugað hvort saga foreldra komi heim og saman við áverka. Einnig er það skoðað vel ef börn koma oft með áverka.

Er bannað að refsa barni sínu með flengingu?

Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að í barnaverndarlögum sé ekki lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem tekur af öll tvímæli.

Í frumvarpinu segir að foreldrum sé óheimilt að beita barn sitt andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi, þ.m.t. andlegum eða líkamlegum refsingum. Þá feli forsjá í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.

Og hver verða viðurlögin við slíkum refsingum?

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi skal sá sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum eða annarri vanvirðandi háttsemi, hótunum eða ógnunum sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Smíði Viðeyjar RE miðar vel

23:33 „Þessu miðar ágætlega hjá okkur og við erum að miða við að skipið verði komið heim fyrir jól. Það er að styttast í prufukeyrslu á vélbúnaði og verður ljósavélum startað í vikunni.“ Þetta segir Þórarinn Sigurbjörnssyni, skipaeftirlitsmaður HB Granda á vef Granda í dag. Meira »

Stöðvuðu 20 fyrir of hraðan akstur

23:13 Lögreglan á Austurlandi hefur undanfarna tvo daga stöðvað rúmlega 20 ökumenn fyrir of hraðan akstur. Sá þeirra sem hraðast ók var tekin á 134 km hraða í Skriðdalnum á leið sinni til Egilsstaða um kaffileytið í dag. Meira »

Sækja bætur vegna seinkunarinnar

21:53 Farþegar Primera Air sem lentu í eins og hálfs sólarhrings seinkun á flugi frá Tenerife á Kanaríeyjum um helgina hyggjast sækja bætur vegna seinkunarinnar. Lentu margir farþeganna í fjárhagslegu tjóni vegna vinnutaps í dag, en vélin, sem átti að lenda seinnipart laugardags, lenti klukkan 4 í morgun. Meira »

„Mjög mikilvægt að detta úr formi“

21:30 „Þetta er það hraðasta sem Íslendingur hefur hlaupið á íslenskri grundu. Það er nefnilega ekkert grín að hlaupa á Íslandi í þessum vindi og brekkum,“ segir Arnar Pétursson sigurvegari karlaflokks í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka sem fram fór um helgina. Meira »

Bílvelta á Kjalvegi

20:34 Bílvelta varð á Kjalveginum laust fyrir klukkan fimm í dag. Að sögn lögreglunnar á Selfossi voru fjórir erlendir ferðamenn í bílnum er hann valt við Bláfellsháls á Kjalveginum og endaði á toppnum. Meira »

Gæsaveiðitímabilið hafið

20:21 Gæsaveiðitímabilið hófst í gær og nú má skjóta bæði grágæs og heiðargæs. Indriði R. Grétarsson, formaður Skotveiðifélags Íslands, segir veiðarnar fara rólega af stað. Hann segir stofnana í stærra lagi og þá sér í lagi heiðargæsastofninn. Meira »

Gefur vökudeild kolkrabba

19:20 Fyrirburar sem fá prjónaðan eða heklaðan kolkrabba í hitakassann braggast fyrr. Þetta segir Marella Steinarsdóttir sem undanfarna mánuði hefur safnað hekluðum og prjónuðum kolkröbbum fyrir vökudeild Barnaspítalans. Meira »

Lok, lok og læs í Heiðmörk

19:45 Sett hafa verið upp skilti á jörð Elliðavatns í Heiðmörk þar sem hjólreiðar eru bannaðar á gamla göngustígnum sem þar er staðsettur. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur fengið margar athugasemdir frá hjólreiðafólki vegna ákvörðunarinnar. Meira »

Blöskraði leyndarhjúpurinn

19:15 „Ég fékk fjölda spurninga frá almenningi og aðstandendum,“ segir Þór­hild­ur Sunna Ævars­dótt­ir, þingmaður Pírata í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd. Hún óskaði í síðasta mánuði eftir spurningum frá almenningi er varða uppreista æru Roberts Downeys og ætlar að bera þær upp á nefndarfundi. Meira »

Bregðast öðruvísi við þrýstingi?

19:01 Verjandi Thomasar Möller Olsen spurði lögreglumann, sem bar vitni fyrir dómi í dag, hvort einhver skoðun hefði farið fram hjá lögreglunni á því hvort menningarlegur munur gæti verið á Íslendingum og Grænlendingum hvað ýmsa þætti varðaði, sem þyrfti að hafa að leiðarljósi við yfirheyrslur í sakamálum. Meira »

Rafmagnslaust á Breiðdalsvík

18:35 Rafmagnslaust hefur verið á Breiðdalsvík og næstu bæjum frá því um klukkan hálfþrjú í dag og er bilun í jarðstreng talin vera orsökin. Meira »

„Það má ekki byrgja þetta inni“

18:30 „Ég veit ekki hvað ég hef gert fólki til að eiga þetta skilið,“ segir Sema Erla Serdar, formaður Solaris – hjálparsamtaka fyrir hælisleitendur og flóttafólk á Íslandi. Sema birti í gær nokkur ummæli sem fólk hefur látið falla í hennar garð í kjölfar hryðjuverkaárásanna í Finnlandi og á Spáni. Meira »

Nútímahippinn réttir hjálparhönd

18:20 Sverrir Björn Þráinsson er að eigin sögn eini starfandi grenningarráðgjafi Íslands. Hann hefur aðstoðað marga við að ná betri árangri í baráttunni við aukakílóin en sjálfur glímdi Sverrir við offitu á yngri árum. Fyrir þremur árum lagðist hann svo í flakk um Evrópu ásamt fjölskyldunni og búa þau nú á Spáni. Meira »

„Þetta er algjör viðbjóður“

17:51 „Þetta er algjör viðbjóður,“ segir Jóhannes Eggertsson, sem heldur úti Snapchat-aðganginum joalifið, en hann útbjó í gær aðgang að stefnumótavefnum Einkamál.is sem fjórtán ára gömul stúlka og fékk yfir 250 skilaboð frá körlum sem vildu komast í kynni við „stúlkuna“. Meira »

Búið að yfirheyra manninn

17:12 Búið er að yfirheyra ungan karlmann sem var handtekinn í gær í Leifsstöð eftir háskalega eftirför frá Reykjanesbraut að flugstöðinni. Þetta staðfestir lögreglustjórinn á Suðurnesjum. Meira »

Komið verði til móts við bændur

17:59 „Ég hef lagt mikla áherslu á, hvað varðar þennan skammtímavanda varðandi kjaraskerðingu, að fókusa á bændur. Ekki milliliðina sem slíka heldur hvernig raunverulega við getum komið til móts við bændur sjálfa,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira »

Missir félagslega íbúð vegna framkvæmda

17:36 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að Félagsbústöðum hf. sé heimilt að bera mann út úr félagslegri íbúð í Reykjavík, þar sem rífa á húsið. Meira »

Af og frá að þrýstingi hafi verið beitt

17:12 Nikolaj Wilhelm Herluf Olsen var útilokaður sem sakborningur í máli þar sem Thomasi Möller Olsen er gefið að sök að hafa banað Birnu Brjánsdóttur 14. janúar síðastliðinn, meðal annars af því ekki fundust lífsýni úr Birnu á fötum hans, líkt og á fötum Thomasar. Meira »
Heildarlausn á viðhaldi bílastæða
Frá því 1988 hafa BS verktakar boðið heildarlausnir á viðhaldi bílastæða og umhv...
* Öll stærstu á einum stað
Þú getur spilað með í yfir 49 stærstu Lottóum heimsins. Í yfir 12 ár hafa lottó...
Citroen C4 sjálfskiptur og nýskoðaður
Dökkblár Citroen C4. Sjálfskiptur. Skoðaður maí '17. Verð: 250 þúsund. Ársgömul...
HANDRIÐ _ SMÍÐUM OG SETJUM UPP
Þú finnur yfir 1000 myndir á FACEBOOK-síðunni okkar, Magnús Elías / Mex bygginga...
 
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir a...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Hádegismatur, mexíkanskur hakkr...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óskar ef...