Umfang sálræns ofbeldis vanmetið

Ofbeldi á börnum er algengara en margir halda. Tilkynningum til Barnaverndarstofu hefur fjölgað talsvert á umliðnum árum og voru um 20% allra tilkynninga á síðasta ári. Tilkynningum um sálrænt ofbeldi hefur fjölgað hvað mest. Félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu segir umfang andlegs skaða líklega meira en nokkurn geti grunað.

Árið 2004 bárust Barnaverndarstofu 804 tilkynningar vegna ofbeldis gagnvart barni eða 14,5% allra tilkynninga. Síðan hefur hlutfallið farið hratt hækkandi; árið 2006 var það 16,3% og 18,9% árið 2007. Tilkynningar um sálrænt ofbeldi voru 705 árið 2007 og voru þá 8,4% allra tilkynninga.

Mótast af heimilisofbeldi

Á morgunverðarfundi Lýðheilsustöðvar og slysavarnaráðs í gærmorgun voru ofbeldi og slys á börnum til umfjöllunar. Steinunn Bergmann, félagsráðgjafi hjá Barnaverndarstofu, sagði sálrænt ofbeldi gagnvart börnum vanmetinn þátt. Hún sagði það áður hafa verið frekar flokkað sem vanrækslu en fólk væri í auknum mæli að gera sér grein fyrir afleiðingunum.

Meðal þess sem flokkast undir sálrænt ofbeldi er þegar barn verður vitni að heimilisofbeldi án þess að verða fyrir ofbeldi sjálft. Börn sem búa við heimilisofbeldi mótast af því hvort sem þau verða fyrir því eða ekki. Steinunn segir of marga grunlausa fyrir áhrifum sem slíkt getur haft á börn. Þau eru t.a.m. líklegri til að sýna af sér áhættuhegðun þegar þau verða eldri.

68 börn í Kvennaathvarfi

Meðal þess sem fram hefur komið í erlendum rannsóknum á þessum þáttum er að börnum sem alast upp á heimilum þar sem ofbeldi á sér stað er 30-60% hættara að verða fyrir misbeitingu en þeim sem alast upp á ofbeldislausum heimilum.

Árið 2007 komu 68 börn með mæðrum sínum í Kvennaathvarfið. Meðalaldur þeirra var fjögur ár – það yngsta nokkurra vikna gamalt – og 66% voru innan við sjö ára. Þar af höfðu tólf þeirra komið áður til dvalar. Sama ár hóf Barnaverndarstofa rannsókn á ofbeldi gagnvart börnum á Íslandi. Meðal þess sem fram kom í rannsókninni var að í um 90% tilvika þar sem tilkynnt var ofbeldi gagnvart barni 12 ára og yngra lék grunur á að gerandinn væri foreldri eða forráðamaður. Hjá 13 ára og eldri var hlutfallið hins vegar um fimmtíu prósent.

Vel fylgst með á bráðasviði

Í flestum tilvikum er um vægari mál að ræða, s.s. flengingar, en það er ekki algilt. Þess má geta að á árinu 2007 voru 170 tilkynningar til Barnaverndarstofu frá slysa- og bráðadeild Landspítala. Heilbrigðisstarfsmenn sendu alls á sjötta hundrað tilkynningar.

Brynjólfur Mogensen, yfirlæknir á slysa- og bráðasviði, segir ofbeldi gegn börnum algengara en margan gruni. Stærsta vandamálið sé hugsanlega að heilbrigðisstarfsmenn séu góðhjartaðir og trúi því einfaldlega ekki upp á nokkurn mann að leggja hendur á barn. Hann segir að vel sé fylgst með áverkum á börnum og sérstaklega athugað hvort saga foreldra komi heim og saman við áverka. Einnig er það skoðað vel ef börn koma oft með áverka.

Er bannað að refsa barni sínu með flengingu?

Hæstiréttur komst nýverið að þeirri niðurstöðu að í barnaverndarlögum sé ekki lagt fortakslaust bann við því að foreldri eða annar maður með samþykki þess beiti barn líkamlegum aðgerðum til að bregðast við óþægð. Fyrir Alþingi liggur frumvarp sem tekur af öll tvímæli.

Í frumvarpinu segir að foreldrum sé óheimilt að beita barn sitt andlegu, líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi eða annarri vanvirðandi háttsemi, þ.m.t. andlegum eða líkamlegum refsingum. Þá feli forsjá í sér skyldu foreldra til að vernda barn sitt gegn ofbeldi og annarri vanvirðandi háttsemi.

Og hver verða viðurlögin við slíkum refsingum?

Samkvæmt fyrirliggjandi frumvarpi skal sá sem beitir barn andlegum eða líkamlegum refsingum eða annarri vanvirðandi háttsemi, hótunum eða ógnunum sæta sektum eða fangelsi allt að þremur árum.

Bloggað um fréttina

Innlent »

Vatn rennur yfir þjóðveg 1

21:04 Mikið vatn rennur yfir þjóðveg 1 á Breiðamerkursandi austan megin við Fjallsárlón. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát við akstur á þessu svæði. Meira »

Skemmtilegt að hitta Bretadrottningu

20:46 Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands í London, fór til fundar við Elísabetu Bretadrottningu í Buckingham höll í síðustu viku og afhenti trúnaðarbréf sitt. „Hún var afskaplega hlý og einlæg og sýndi okkur áhuga og minntist sinnar ferðar til Íslands,“ segir Stefán Haukur. Meira »

Áfram fundað eftir matarhlé

20:44 Stutt hlé er á fundi í kjara­deilu Flug­virkja­fé­lags Íslands og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins vegna Icelanda­ir. Fundur hófst klukkan 16 í dag en nú er matarhlé. Meira »

Skipherrann sem elti Polar Nanoq

20:26 Athygli vakti þegar tvö dönsk varðskip lágu í síðustu viku nokkra daga samtímis við Ægisgarð í Reykjavíkurhöfn. Þetta voru Hvidbjørnen og Vædderen; en þau skip og önnur tvö til viðbótar, það er Thetis og Triton, eru gerð út á norðurhöf. Meira »

Taldir tilheyra skipulagðri glæpastarfsemi

20:25 Mennirnir þrír sem handteknir voru hér á landi 12. desember og úrskurðaðir í gæsluvarðhald tilheyra hópi sem er rannsakaður eins og um skipulagða glæpastarfsemi sé að ræða. Meira »

Enn hætta á hruni á Valahnúk

19:19 Frá því í desember 2016 hefur verið lokað fyrir umferð fólks á Valahnúk á Reykjanesi. Ákvörðun um lokun var var m.a. tekin í samráði við Almannavarnanefnd Suðurnesja vegna hættu á hruni úr brún hnúksins. Meira »

Tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun

18:35 Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í síðustu viku karlmann í tveggja ára fangelsi fyrir nauðgun. Maðurinn var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljóna króna í miskabætur. Meira »

Vilja komast burt af Íslandi

18:37 „Við erum að reyna að komast burt af eyjunni þinni,“ segja þau Pat, Gail og Chuck Spencer í samtali við blaðamann mbl á Keflavíkurflugvelli. Þau áttu flug með Icelandair til Chicago í dag. Flugið þeirra var fellt niður og átti að reyna að koma þeim til New York í staðinn. Meira »

Kertasníkir vinsælasti jólasveinninn

17:17 Kertasníkir er vinsælasti jólasveinninn þriðja árið í röð en þetta kemur fram í könnun MMR um vinsældir íslensku jólasveinanna. Stúfur og Hurðaskellir koma næstir á eftir Kertasníki. Meira »

Lögðu hald á amfetamínbasa og MDMA

16:48 Þrír menn hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna gruns um innflutning og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Mennirnir eru allir pólskir ríkisborgarar. Þá voru þrír menn handteknir í Hollandi. Meira »

Fylkir fær gervigras og Reykjavíkurborg lóðir

16:46 Í dag var gengið frá samkomulagi um uppbyggingu á aðalvelli Fylkis við Fylkisveg í Árbæ. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Björn Gíslason formaður Fylkis undirrituðu samkomulagið. Meira »

Kæru á hendur MAST vísað frá

16:29 Nýlega vísaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið frá kæru á hendur Matvælastofnun. Ástæðan var sú að meira en þrír mánuðir voru liðnir frá ákvörðun stofnunarinnar og því of seint fyrir kærendur að reyna að fá ákvörðuninni hnekkt hjá æðra stjórnvaldi. Meira »

Fundur flugvirkja og SA hafinn

16:12 Fundur Flugvirkjafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Icelandair hófst núna klukkan fjögur hjá ríkissáttasemjara.   Meira »

Álag á bráðadeild vegna hálkuslysa

16:00 Mikið álag hefur verið á starfsfólki bráðadeilda Landspítalans undanfarna daga vegna hálku. Fljúgandi hálka er einnig á Akureyri en þar er ástandið engu að síður betra. Tveir voru þó fluttir á slysadeildina á Akureyri í morgun með áverka á höfði eftir hálkuslys. Meira »

Píratar vilja enn borgaralaun

15:28 Píratar hafa lagt fram þingsályktun um um skilyrðislausa grunnframfærslu, öðru nafni borgaralaun. Fyrsti flutningsmaður er Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, en aðrir þingmenn flokksins eru meðflutningsmenn. Meira »

Teygði anga sína til Íslands

16:10 Fimm einstaklingar voru handteknir hér á landi 12. desember í tengslum við viðamikla alþjóðlega rannsókn á skipulagðri glæpastarfsemi sem teygði sig til Íslands. Þar af voru þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Ætluð brot snúa að innflutningi og framleiðslu á fíkniefnum, peningaþvætti og fjársvikum. Meira »

Erfitt ástand og snertir marga illa

15:49 Flestir þeirra sem voru strandaglópar hér á landi í gær komust í flug í dag að sögn Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair. „Vandinn er þó ekkert leystur með því, af því að á meðan að ekki er verið að fljúga nema lítinn hluta af venjulegri áætlun þá eru fjölmargir sem eru í vandræðum.“ Meira »

Fólki fjölgar í röðinni

15:05 Fólki fer nú fjölgandi í röðinni við söluskrifstofu Icelandair á Keflavíkurflugfelli. Þetta segir Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, í samtali við mbl.is. Söluskrifstofan opnaði klukkan 05:30 í morgun og þá hafi um 100-150 manns verið í röð. Meira »

Börnin sem kerfið gleymdi

Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Gjafabréf á ljósmyndanámskeið
Hægt er að kaupa gjafabréf á öll námskeið á rafrænu formi hjá ljosmyndari.is ...
Kristalsljósakrónur - Grensásvegi 8
Ný sending af glæsilegum kristalsljósakrónum, veggljósum, matarstellum, kristals...
fjórir stálstál-stólar nýtt áklæði.þessir gömlu góðu sími 869-2798
er með fjóra nýklædda stálstóla þessa gömlu góðu á 40,000 kr sími 869-2798...
 
Arkitekt/byggingafræðingur
Sérfræðistörf
VIÐ ERUM AÐ RÁÐA! ARKITEKT // BYGGIN...
Tilboð óskast skólavegi
Húsnæði í boði
TILBOÐ ÓSKAST í húseignina Skólaveg 3 ...
Onik 2017 20 skýli fyrir hleðslustöðvar
Tilboð - útboð
/ 14.12.2017 Útboð Orka náttúrunn...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...