Óskrifuð regla ASÍ

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir varaforseti ASÍ mbl.is/Ómar

Engin skrifuð regla er um það hjá Alþýðusambandi Íslands hvenær starfsmenn skuli hætta vegna stjórnmálaþátttöku. Hins vegar er að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, sú venja að sé starfsfólk komið í öruggt þingsæti láti það af störfum.

Á þeim grundvelli hafi hann rætt starfslok við Vigdísi Hauksdóttur lögfræðing, sem leiða mun Framsóknarflokk í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hún hafi ekki óskað eftir launalausu leyfi, en það hafi aðrir starfsmenn ekki heldur gert. Gylfi segir skýran mun á því að vera á lista, eins og Magnús M. Norðdahl, lögmaður ASÍ, eða að leiða lista, eins og Vigdís. „Þegar þú leiðir lista þá ertu pólitískur forystumaður. Þú ert að verja þau málefni sem listinn er að berjast fyrir. Þú ert í leiðtogasæti.“

Gylfi segir ekki amast við því að starfsfólk taki þátt í prófkjörum. Magnús hafi t.a.m. óskað eftir launalausu leyfi síðast þegar hann tók þátt í prófkjöri. Þá hafi hann ekki fengið brautargengi og málið því fallið niður. Sjálfur hafi Gylfi boðið sig fram í prófkjöri þegar hann var framkvæmdastjóri ASÍ. „Þá var líka alveg klárt að ef ég næði öruggu sæti þá færi ég héðan út.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert