Verstu skipulagsslys góðærisins

Magnús Skúlason arkitekt og fyrrum forstöðumaður Húsafriðunar ríkisins segir háhýsi upp við gamla Naustið eitt versta skipulagsslys góðærisins.  Naustið  er byggt árið 1882 en nýbyggingin gnæfir yfir það.  Hann segir að deiliskipulag hafi verið klúður en eigandi hússins hafi síðan knúið á um að hækka það enn meir. 

Magnús fór yfir verstu skipulagslys góðærisins en hann var forstöðumaður Húsafriðunar ríkisins á þeim tíma en lét af störfum í fyrra.  Magnús segir að starfið hafi verið ævintýralegt í góðærinu. Uppbyggingin hafi verið svo hröð og græðgin svo mikil

Fleiri dæmi um verstu skipulagsslysin að mati Magnúsar eru til að mynda áform um að reisa Listaháskóla við Laugaveg, háhýsi við Höfðatorg og stórhýsi í botni dalverpis í Kópavogi.  Verstu útreiðina fær þó Norðurbakkinn í Hafnarfirði. Magnús segir að hann sé ein skelfing, skyggi alveg á gamla bæinn og fólk þurfi áfallahjálp eftir að koma þangað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert