Ljósleiðarar tengdir á Hellu og Hvolsvelli

Hella.
Hella. www.mats.is

Opnað hefur verið fyrir fyrstu ljósleiðaratenginguna við íbúðarhús á Hellu en ljósleiðaranet Gagnaveitu Reykjavíkur nær nú til allra húsa á Hellu og Hvolsvelli. Eru það fyrstu þéttbýliskjarnarnir á Suðurlandi sem fá ljósleiðaratengingu við öll hús.

Á fréttavefnum sunnlendingi.is er haft eftir að  Erni Þórðarsyni, sveitarstjóra Rangárþings ytra, að ljósleiðaratengingin sé bylting fyrir íbúa sveitarfélaganna.

„Þetta breytir öllu fyrir þá sem þurfa að reiða sig á gagnaflutninga og opnar t.d. möguleika fyrir fólk sem er með rekstur á höfuðborgarsvæðinu að flytja hingað og hafa öflugri tengingu heima hjá sér en á vinnustað á höfuðborgarsvæðinu. Þá stóreykur ljósleiðarinn möguleika og framboð á allskyns afþreyingu sem byggir á gagnaflutningi en slíkt er ótvírætt mikilvægur búsetukostur samtímans," segir Örn.

Ljósleiðaratenging við öll hús á Hellu og Hvolsvelli var hluti samkomulags sem sveitarfélögin gerðu við Orkuveitu Reykjavíkur þegar Hitaveita Rangæinga var seld árið 2004. Gagnaveita Reykjavíkur er í eigu Orkuveitunnar.

Sunnlendingur.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert