Greiddi lausnargjald fyrir kött

Starfskona Dýraspítala á Suðurnesjum aumkaði sig yfir horaða, kettlingafulla læðu sem fannst yfirgefin í Keflavík. Heilbrigðiseftirlitið handsamaði læðuna og ætlaði að láta lóga henni þegar eigendur gáfu sig ekki fram. Til að bjarga lífi kattarins þurfti starfskonan að greiða tuttugu þúsund krónur úr eigin vasa. Starfskonan kom henni í hendur samtakanna Dýrahjálp sem sérhæfa sig í að bjarga munaðarlausum dýrum og koma þeim á ný heimili.

Rannveig Erla Guðlaugsdóttir hjá Dýrahjálp segir að eigendur hafi stundum ekki efni á að greiða lausnargjaldið, sem er fast gjald fyrir að handsama dýrin og fæða þau og hýsa í eina viku. Þá er þess krafist að dýrin séu merkt og skráð en það getur kostað talsverða upphæð til viðbótar. Þeir eigendur þurfa þá að horfa upp að dýrin þeirra séu svæðfð

Um helgina eru ættleiðingardagar hjá Dýrahjálp í Garðheimum í Mjódd en þá reyna dýravinirnir að leiða saman nýja eigendur og heimilislaus dýr. Dýr sem félagið annast á fósturheimilum um alla borg verða til staðar í leit að nýjum eigendum auk þess sem félagið vonast til að fleiri komi með dýrin sín á dagana sem annast þurfi að losa sig við þau. Ættleiðingardagarnir verða frá 13 – 18 laugardag og sunnudag í Garðheimum í Mjódd.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert