Námsmenn örvænta um sumarið

Bergþóra Snæbjörnsdóttir oddviti Röskvu segir að örvænting hafi gripið um sig meðal námsmanna sem horfi fram á atvinnuleysi í sumar.

Búist er við að allt að tíu þúsund námsmenn geti orðið án vinnu og þar af sexþúsund úr Háskóla Íslands. Námsmenn fá hvorki námslán og eiga takmarkaðan eða engan rétt til atvinnuleysisbóta yfir sumarið.  Þeir vilja þrýsta á að kennt verði í sumar, þannig að fólk geti haldið námslánum og flýtt útskriftinni.

Bergþóra segir að þannig sé hægt að komast hjá því að námsmenn burðist um með gríðarlegar áhyggjur af því hvar þeir geti búið og hvort þeir fái að borða í sumar. Námsmenn hafa kallað eftir svörum frá því í desember en háskólayfirvöld hafa ekki gefið svör um hvernig brugðist verður við.

 
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka